Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 12:29 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. Nú er rannsakað hvort Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt í húsinu og lík hennar svo flutt burtu í bíl. Þetta herma heimildir norska dagblaðsins VG. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á Anne-Elisabeth í lok apríl en var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun þessa mánaðar. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en lögregla gengur nú út frá því að Tom Hagen hafi sviðsett mannránið, ef til vill í félagi við aðra, til að hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Í frétt VG sem birt var í gær segir að aðalkenning lögreglu nú snúi að því að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt inni á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. Ýmislegt á vettvangi bendi til þess, m.a. föt Anne-Elisabeth sem þar fundust, merki um að eitthvað hafi verið dregið eftir gólfinu sem og lífsýni úr Anne-Elisabeth inni á heimilinu. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu 28. apríl.Vísir/EPA Lögregla rannsakar nú heimili Hagen-hjónanna sem morðvettvang og hefur það enn til umráða. Tom Hagen hefur þannig ekki enn fengið að snúa heim til sín eftir að honum var sleppt úr haldi. Líkamsleifar Anne-Elisabeth hafa ekki fundist og því getur lögregla ekki slegið neinu föstu um dánarorsök. Þá er lögreglu eðli málsins samkvæmt ekki heldur unnt að fullyrða að hún hafi verið myrt, þó að flest þyki benda til þess. Svein Holden verjandi Tom Hagen segir í samtali við VG, inntur eftir viðbrögðum við kenningu lögreglu, að ekkert bendi í raun til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé allt eins líklegt að henni hafi verið ráðinn bani utan heimilisins. Þá hafi lögregla heldur engar forsendur til að ætla að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt, að hans mati. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. Nú er rannsakað hvort Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt í húsinu og lík hennar svo flutt burtu í bíl. Þetta herma heimildir norska dagblaðsins VG. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á Anne-Elisabeth í lok apríl en var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun þessa mánaðar. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en lögregla gengur nú út frá því að Tom Hagen hafi sviðsett mannránið, ef til vill í félagi við aðra, til að hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Í frétt VG sem birt var í gær segir að aðalkenning lögreglu nú snúi að því að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt inni á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. Ýmislegt á vettvangi bendi til þess, m.a. föt Anne-Elisabeth sem þar fundust, merki um að eitthvað hafi verið dregið eftir gólfinu sem og lífsýni úr Anne-Elisabeth inni á heimilinu. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu 28. apríl.Vísir/EPA Lögregla rannsakar nú heimili Hagen-hjónanna sem morðvettvang og hefur það enn til umráða. Tom Hagen hefur þannig ekki enn fengið að snúa heim til sín eftir að honum var sleppt úr haldi. Líkamsleifar Anne-Elisabeth hafa ekki fundist og því getur lögregla ekki slegið neinu föstu um dánarorsök. Þá er lögreglu eðli málsins samkvæmt ekki heldur unnt að fullyrða að hún hafi verið myrt, þó að flest þyki benda til þess. Svein Holden verjandi Tom Hagen segir í samtali við VG, inntur eftir viðbrögðum við kenningu lögreglu, að ekkert bendi í raun til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé allt eins líklegt að henni hafi verið ráðinn bani utan heimilisins. Þá hafi lögregla heldur engar forsendur til að ætla að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt, að hans mati.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36
Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11