Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 15:35 Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í sumar. Gjafabréf frá stjórnvöldum á að ýta undir ferðalög hérlendis. Vísir/vilhelm Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd, ef marka má tilkynningu frá stjórnvöldum. Þar segir að frumvarp um gjafabréfið hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og að það feli m.a. í sér að einstaklingar megi nýta sér allt að 15 gjafabréf í einu. Stjórnvöld kalla 5000 krónu gjafabréfið „ferðagjöf,“ en það var kynnt í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan þá hefur það verið í útfærslu, til að mynda hvernig því verður komið til Íslendinga. Unnið er að gerða smáforrits „sem einfaldar greiðslu með ferðagjöfinni“ að sögn hins opinbera, en í samtali við fréttastofu sagði verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu að smáforritið yrði ekki skilyrði. Fólk sem ekki á snjallsíma muni geta nálgast það með öðrum hætti. Skattfrjálst og framseljanlegt Vonir standa til að ferðagjöfin verði aðgengileg í júníbyrjun en framkvæmd og útfærsla gjafabréfsins verður kynnt nánar á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag, 26. maí, klukkan 9:00. Í frumvarpinu sem kynnt var ríkisstjórn í morgun segir víst að gjafabréfið verði upp á 5000 krónur og verði gefið út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að gefa eigin ferðagjöf öðrum einstaklingi en hver einstaklingur má aðeins greiða með að hámarki 15 ferðagjöfum. Þá segja stjórnvöld að í frumvarpinu sé ákvæði sem undanþiggur ferðagjöfina skattskyldu. Nánari upplýsingar um ferðamennskugjafabréfið má nálgast á vef stjórnarráðsins, þar má t.a.m. lesa um hvernig þetta snýr að ferðaþjónustufyrirtækjum. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd, ef marka má tilkynningu frá stjórnvöldum. Þar segir að frumvarp um gjafabréfið hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og að það feli m.a. í sér að einstaklingar megi nýta sér allt að 15 gjafabréf í einu. Stjórnvöld kalla 5000 krónu gjafabréfið „ferðagjöf,“ en það var kynnt í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan þá hefur það verið í útfærslu, til að mynda hvernig því verður komið til Íslendinga. Unnið er að gerða smáforrits „sem einfaldar greiðslu með ferðagjöfinni“ að sögn hins opinbera, en í samtali við fréttastofu sagði verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu að smáforritið yrði ekki skilyrði. Fólk sem ekki á snjallsíma muni geta nálgast það með öðrum hætti. Skattfrjálst og framseljanlegt Vonir standa til að ferðagjöfin verði aðgengileg í júníbyrjun en framkvæmd og útfærsla gjafabréfsins verður kynnt nánar á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag, 26. maí, klukkan 9:00. Í frumvarpinu sem kynnt var ríkisstjórn í morgun segir víst að gjafabréfið verði upp á 5000 krónur og verði gefið út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að gefa eigin ferðagjöf öðrum einstaklingi en hver einstaklingur má aðeins greiða með að hámarki 15 ferðagjöfum. Þá segja stjórnvöld að í frumvarpinu sé ákvæði sem undanþiggur ferðagjöfina skattskyldu. Nánari upplýsingar um ferðamennskugjafabréfið má nálgast á vef stjórnarráðsins, þar má t.a.m. lesa um hvernig þetta snýr að ferðaþjónustufyrirtækjum.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira