Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 15:29 Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í London. Getty/Holly Adams Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð. Bretland Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð.
Bretland Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira