Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 18:14 Robert O'Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins (t.h.). Getty/Chip Somodevilla Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fundi G7 leiðtoganna vegna kórónuveirufaraldursins sem átti að fara fram þann 10. júní. Trump sagði á miðvikudag að ekki væri loku fyrir það skotið að leiðtogarnir kæmu saman á fundi nærri Washington borg og sagði hann það gefa heiminum þau skilaboð að allt væri að snúa í fyrra horf. „G7 fundurinn, ef hann fer fram „í persónu“ eins og við höldum, mun fara fram í lok júní,“ sagði O‘Brien í þættinum Face the Nation hjá sjónvarpsstöðinni CBS. Þá sagði O‘Brien að hann tryði því að höfuðborg landsins nálgaðist hápunktinn á virkum smitum og að bandarísk yfirvöld vildu helst halda fundinn augliti til auglits ef hægt væri. Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði hins vegar á föstudag að í Washington borg væri hæst hlutfall jákvæðra sýna í landinu öllu. Þá sagði hún að hún hafi beðið sóttvarnarembætti Bandaríkjanna að vinna með heilbrigðisyfirvöldum í Washington, Chicago og Los Angeles að því að greina hvers vegna smitum sé að fjölga. O‘Brien sagði að hann teldi að leiðtogar G7 ríkjanna vildu frekar hittast augliti til auglits en að funda í gegn um fjarskiptabúnað. Þá sagði hann að forsetinn hefði þegar framlengt fundarboðið og viðbrögðin hafi verið mjög góð. Tryggt yrði að allir væru heilbrigðir fyrir komu og að umhverfið yrði öruggt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er opinn fyrir því að ferðast til Bandaríkjanna til að funda með G7 leiðtogunum ef aðstæður leifa samkvæmt ummælum starfsmanns forsetans sem birt voru á miðvikudag. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fundi G7 leiðtoganna vegna kórónuveirufaraldursins sem átti að fara fram þann 10. júní. Trump sagði á miðvikudag að ekki væri loku fyrir það skotið að leiðtogarnir kæmu saman á fundi nærri Washington borg og sagði hann það gefa heiminum þau skilaboð að allt væri að snúa í fyrra horf. „G7 fundurinn, ef hann fer fram „í persónu“ eins og við höldum, mun fara fram í lok júní,“ sagði O‘Brien í þættinum Face the Nation hjá sjónvarpsstöðinni CBS. Þá sagði O‘Brien að hann tryði því að höfuðborg landsins nálgaðist hápunktinn á virkum smitum og að bandarísk yfirvöld vildu helst halda fundinn augliti til auglits ef hægt væri. Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði hins vegar á föstudag að í Washington borg væri hæst hlutfall jákvæðra sýna í landinu öllu. Þá sagði hún að hún hafi beðið sóttvarnarembætti Bandaríkjanna að vinna með heilbrigðisyfirvöldum í Washington, Chicago og Los Angeles að því að greina hvers vegna smitum sé að fjölga. O‘Brien sagði að hann teldi að leiðtogar G7 ríkjanna vildu frekar hittast augliti til auglits en að funda í gegn um fjarskiptabúnað. Þá sagði hann að forsetinn hefði þegar framlengt fundarboðið og viðbrögðin hafi verið mjög góð. Tryggt yrði að allir væru heilbrigðir fyrir komu og að umhverfið yrði öruggt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er opinn fyrir því að ferðast til Bandaríkjanna til að funda með G7 leiðtogunum ef aðstæður leifa samkvæmt ummælum starfsmanns forsetans sem birt voru á miðvikudag.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira