Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 1. janúar 2020 17:00 Ings fagnar marki sínu. vísir/getty Southampton fékk tíu stig af tólf mögulegum yfir jólahátíðirnar en liðið vann í dag 1-0 sigur á Tottenham á heimavelli. Fyrsta og eina mark leiksins kom á sautjándu mínútu en þá skoraði Danny Ings. Funheitur Ings kominn með þrettán mörk í deildinni. Tottenham reyndi allt hvað þeir gátu til að jafna metin en urðu fyrir áfalli er Harry Kane fór af velli í síðari hálfleik tognaður aftan í læri. 13 - Only Jamie Vardy (17) has scored more Premier League goals this season than Southampton's Danny Ings (13). Saintly. pic.twitter.com/0BYkqpSDff— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2020 Tottenham mistókst að minnka forskot Chelsea í baráttunni um fjórða sætið en Tottenham er í 6. sætinu með 30 stig. Chelsea með sex stigum meira. Southampton er komið upp í 11. sæti deildarinnar og er nú með 25 stig en liðið hafði verið í bullandi fallbaráttu framan af móti. FULL-TIME Southampton 1-0 Spurs Danny Ings' goal proves decisive as Southampton record their third victory in four matches with a win over Spurs #SOUTOTpic.twitter.com/ePDXK9fs80— Premier League (@premierleague) January 1, 2020 Annað lið sem hefur verið á góðu skriði er Watford en liðið hefur, eins og Southampton, náð í tíu stig yfir jólin. Gerard Deulofeu kom Watford yfir og Abdoulaye Doucoure tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu áður en Pedro Neto minnkaði muninn ellefu mínútum síðar. Christian Kabasele fékk beint rautt spjald á 70. mínútu en tíu leikmenn Watford héldu út. Nigel Pearson að koma inn af krafti hjá Watford sem er með 19 stig, nú stigi frá öruggu sæti. Wolves er í sjöunda sæti deildarinnar með 30 stig. Watford have won three consecutive Premier League home games for the first time since April 2019: 2-0 vs. Man Utd 3-0 vs. Aston Villa 2-1 vs. Wolves And they've had a man sent off in each of the last two. pic.twitter.com/4QeBgGN5b0— Squawka Football (@Squawka) January 1, 2020 Leicester lenti í engum vandræðum með Newcastle en Brendan Rodgers og lærisveinar unnu 3-0 sigur. Ayoze Perez kom Leicester yfir á 36. mínútu eftir hörmuleg mistök og James Maddison tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar með stórkostlegu marki. Þriðja og síðasta markið gerði hinn ungi Hamza Choudhury og lokatölur 3-0. Leicester í öðru sætinu en Newcastle í því tólfta. Hamza Choudhury's goal against Newcastle was the first of his senior career. Absolutely well worth the wait. pic.twitter.com/3sFrN2GUDt— Squawka Football (@Squawka) January 1, 2020 Enski boltinn
Southampton fékk tíu stig af tólf mögulegum yfir jólahátíðirnar en liðið vann í dag 1-0 sigur á Tottenham á heimavelli. Fyrsta og eina mark leiksins kom á sautjándu mínútu en þá skoraði Danny Ings. Funheitur Ings kominn með þrettán mörk í deildinni. Tottenham reyndi allt hvað þeir gátu til að jafna metin en urðu fyrir áfalli er Harry Kane fór af velli í síðari hálfleik tognaður aftan í læri. 13 - Only Jamie Vardy (17) has scored more Premier League goals this season than Southampton's Danny Ings (13). Saintly. pic.twitter.com/0BYkqpSDff— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2020 Tottenham mistókst að minnka forskot Chelsea í baráttunni um fjórða sætið en Tottenham er í 6. sætinu með 30 stig. Chelsea með sex stigum meira. Southampton er komið upp í 11. sæti deildarinnar og er nú með 25 stig en liðið hafði verið í bullandi fallbaráttu framan af móti. FULL-TIME Southampton 1-0 Spurs Danny Ings' goal proves decisive as Southampton record their third victory in four matches with a win over Spurs #SOUTOTpic.twitter.com/ePDXK9fs80— Premier League (@premierleague) January 1, 2020 Annað lið sem hefur verið á góðu skriði er Watford en liðið hefur, eins og Southampton, náð í tíu stig yfir jólin. Gerard Deulofeu kom Watford yfir og Abdoulaye Doucoure tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu áður en Pedro Neto minnkaði muninn ellefu mínútum síðar. Christian Kabasele fékk beint rautt spjald á 70. mínútu en tíu leikmenn Watford héldu út. Nigel Pearson að koma inn af krafti hjá Watford sem er með 19 stig, nú stigi frá öruggu sæti. Wolves er í sjöunda sæti deildarinnar með 30 stig. Watford have won three consecutive Premier League home games for the first time since April 2019: 2-0 vs. Man Utd 3-0 vs. Aston Villa 2-1 vs. Wolves And they've had a man sent off in each of the last two. pic.twitter.com/4QeBgGN5b0— Squawka Football (@Squawka) January 1, 2020 Leicester lenti í engum vandræðum með Newcastle en Brendan Rodgers og lærisveinar unnu 3-0 sigur. Ayoze Perez kom Leicester yfir á 36. mínútu eftir hörmuleg mistök og James Maddison tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar með stórkostlegu marki. Þriðja og síðasta markið gerði hinn ungi Hamza Choudhury og lokatölur 3-0. Leicester í öðru sætinu en Newcastle í því tólfta. Hamza Choudhury's goal against Newcastle was the first of his senior career. Absolutely well worth the wait. pic.twitter.com/3sFrN2GUDt— Squawka Football (@Squawka) January 1, 2020
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti