UFC stjarna skiptir þjálfurunum sínum út fyrir kærustuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 10:00 Mike Perry treystir kærustunni sinni Latory Gonzalez til að hjálpa sér í næstu bardögum. Þessi mynd af þeim skötuhjúum er af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp. MMA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp.
MMA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira