Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 10:50 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira