Klúðruðu rannsókn á innbroti þar sem þjófurinn þakkaði fyrir sig og baðst afsökunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 14:17 Maðurinn var grunaður um að stela lyfjum. Vísir/Egill Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira