Klúðruðu rannsókn á innbroti þar sem þjófurinn þakkaði fyrir sig og baðst afsökunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 14:17 Maðurinn var grunaður um að stela lyfjum. Vísir/Egill Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira