Samningum rift við barnshafandi leikmenn: „Íþróttakonur eru ótrúlega lítið verndaðar“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 21:00 Sif Atladóttir var orðin mamma þegar hún gegndi lykilhlutverki í vörn Íslands á EM 2017. Hér smellir hún kossi á dóttur sína eftir leik á mótinu. VÍSIR/GETTY Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00
Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00