Fyrsta samkynja parið gengur í það heilaga á Kosta Ríka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 21:41 Þjóðfáni Kosta Ríka og Hinseginfáninn blöktu við hún eftir að samkynja hjónabönd voru lögleitt í landinu. EPA-EFE/Jeffrey Arguedas Fyrsta samkynja parið gifti sig á K0sta Ríka í dag en Kosta Ríka er fyrsta land Mið-Ameríku til að lögleiða hjónabönd samkynja para. Konurnar sem gengu fyrstar í það heilaga samkynja para giftust rétt eftir miðnætti í nótt þegar lögin tóku gildi. Hjónavígslan var sýnd í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpi landsins. Carlos Alvarado, forseti landsins, sagði að lagabreytingin þýddi að Kósta Ríka viðurkenndi nú réttindin sem hinsegin fólk hefði alltaf átt skilin. Hann tísti að „samkennd og ást ættu héðan í frá að vera leiðbeinandi meginreglur sem myndu leyfa landinu að stíga framfaraskref og byggja land sem viðurkenndi tilvist allra.“ Marco Castillo (t.v.) 76 ára aðgerðasinni og eiginmaður hans Rodrigo Campos (t.h.) giftu sig í dag.EPA/JEFFREY ARGUEDAS Fyrsta hjónavígslan samkynja pars var send út í beinni útsendingu og var hún hápunktur þriggja klukkutíma dagskrárliðar sem hélt upp á jafnrétti allra til að gifta sig. Lögum landsins um hjónabönd var breytt eftir að stjórnarskrárdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2018 að bann á samkynja hjónaböndum væri stjórnarskrárbrot og stuðlaði að ójöfnuði. Dómstóllinn gaf þjóðþinginu 18 mánuði til að breyta lögunum. Enrique Sanchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins, sagði breytinguna velkomna og hrósaði þeim sem höfðu varið áratugum í að berjast fyrir breyttum lögum. Nokkur lönd í Suður-Ameríku heimila hjónaband samkynja para, það er Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ. Þá eru hjónaböndin einnig leyfileg í sumum ríkjum Mexíkó en Kosta Ríka er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem hefur lögleitt hjónaböndin. Kosta Ríka Hinsegin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Fyrsta samkynja parið gifti sig á K0sta Ríka í dag en Kosta Ríka er fyrsta land Mið-Ameríku til að lögleiða hjónabönd samkynja para. Konurnar sem gengu fyrstar í það heilaga samkynja para giftust rétt eftir miðnætti í nótt þegar lögin tóku gildi. Hjónavígslan var sýnd í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpi landsins. Carlos Alvarado, forseti landsins, sagði að lagabreytingin þýddi að Kósta Ríka viðurkenndi nú réttindin sem hinsegin fólk hefði alltaf átt skilin. Hann tísti að „samkennd og ást ættu héðan í frá að vera leiðbeinandi meginreglur sem myndu leyfa landinu að stíga framfaraskref og byggja land sem viðurkenndi tilvist allra.“ Marco Castillo (t.v.) 76 ára aðgerðasinni og eiginmaður hans Rodrigo Campos (t.h.) giftu sig í dag.EPA/JEFFREY ARGUEDAS Fyrsta hjónavígslan samkynja pars var send út í beinni útsendingu og var hún hápunktur þriggja klukkutíma dagskrárliðar sem hélt upp á jafnrétti allra til að gifta sig. Lögum landsins um hjónabönd var breytt eftir að stjórnarskrárdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2018 að bann á samkynja hjónaböndum væri stjórnarskrárbrot og stuðlaði að ójöfnuði. Dómstóllinn gaf þjóðþinginu 18 mánuði til að breyta lögunum. Enrique Sanchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins, sagði breytinguna velkomna og hrósaði þeim sem höfðu varið áratugum í að berjast fyrir breyttum lögum. Nokkur lönd í Suður-Ameríku heimila hjónaband samkynja para, það er Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ. Þá eru hjónaböndin einnig leyfileg í sumum ríkjum Mexíkó en Kosta Ríka er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem hefur lögleitt hjónaböndin.
Kosta Ríka Hinsegin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira