Bölvun auðlindanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. maí 2020 09:30 Samherjahjón ákveða að greiða börnum sínum arf, fyrirfram. Sagt er að verðmætið sé um 70 milljarðar króna. Það er há upphæð sem foreldrar ákveða að færa börnum sínum. Auður sem hefur orðið til vegna þess að eigendur Samherja hafa haft aðgang að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Auðlindarentan af fiskveiðiauðlindinni hefur runnið nær óskipt í vasa úrgerðarmanna á Íslandi. Renta sem ætti að renna í ríkissjóð og sveitarsjóði og þaðan til allra barna og velferðarkerfisins, rennur í vasa útgerðarmanna og þaðan beint til barna þeirra. Þegar börnunum áttaþúsund sem búa á íslenskum heimilum sem þurfa að framfleyta sér undir fátæktarmörkum er stillt upp við hliðina á börnum Samherja með arfinn sinn, verður ójöfnuðurinn átakanlegur. „Bölvun auðlindanna“ er þekkt hugtak í hagfræði. Spilling er böl sem getur oft verið fylgifiskur skjótfengins gróða sem miklar náttúruauðlindir geta skapað. Ísland býr yfir ríkulegum sjávarauðlindum og þessi bölvun vofir yfir okkur líkt og Namibíu. Gallað kerfi Það er skömm af því að auðlindarákvæði sé ekki komið í stjórnarskrá eftir afgerandi stuðning við það í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs fyrir næstum átta árum. Það hlýtur því að vera viðfangsefni okkar stjórnmálamanna að sjá til þess að kerfið sem við setjum um nýtingu auðlinda, bæði um úthlutun nýtingaleyfa sem og verðlagningu þeirra, verði sem gagnsæjast og byggi á jafnræði. Við í Samfylkingunni höfum í nær tvo áratugi, eða allt frá stofnun flokksins, lagt fram tillögur um sanngjarnara og gegnsærra kerfi. Heppilegasta leiðin til að ákvarða gjald fyrir sérleyfi til nýtingar á takmarkaðri auðlind er að bjóða út sérleyfin í viðráðanlegum skrefum og útfæra tilboðsleiða með því að setja reglur sem taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Við höfum einnig lagt til að aukinn ávinningur gangi til sveitarfélaganna í landinu sem við teljum að stuðli að sátt um tímabærar breytingar. Það er hægt að laga gallað kerfi. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Samherjahjón ákveða að greiða börnum sínum arf, fyrirfram. Sagt er að verðmætið sé um 70 milljarðar króna. Það er há upphæð sem foreldrar ákveða að færa börnum sínum. Auður sem hefur orðið til vegna þess að eigendur Samherja hafa haft aðgang að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Auðlindarentan af fiskveiðiauðlindinni hefur runnið nær óskipt í vasa úrgerðarmanna á Íslandi. Renta sem ætti að renna í ríkissjóð og sveitarsjóði og þaðan til allra barna og velferðarkerfisins, rennur í vasa útgerðarmanna og þaðan beint til barna þeirra. Þegar börnunum áttaþúsund sem búa á íslenskum heimilum sem þurfa að framfleyta sér undir fátæktarmörkum er stillt upp við hliðina á börnum Samherja með arfinn sinn, verður ójöfnuðurinn átakanlegur. „Bölvun auðlindanna“ er þekkt hugtak í hagfræði. Spilling er böl sem getur oft verið fylgifiskur skjótfengins gróða sem miklar náttúruauðlindir geta skapað. Ísland býr yfir ríkulegum sjávarauðlindum og þessi bölvun vofir yfir okkur líkt og Namibíu. Gallað kerfi Það er skömm af því að auðlindarákvæði sé ekki komið í stjórnarskrá eftir afgerandi stuðning við það í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs fyrir næstum átta árum. Það hlýtur því að vera viðfangsefni okkar stjórnmálamanna að sjá til þess að kerfið sem við setjum um nýtingu auðlinda, bæði um úthlutun nýtingaleyfa sem og verðlagningu þeirra, verði sem gagnsæjast og byggi á jafnræði. Við í Samfylkingunni höfum í nær tvo áratugi, eða allt frá stofnun flokksins, lagt fram tillögur um sanngjarnara og gegnsærra kerfi. Heppilegasta leiðin til að ákvarða gjald fyrir sérleyfi til nýtingar á takmarkaðri auðlind er að bjóða út sérleyfin í viðráðanlegum skrefum og útfæra tilboðsleiða með því að setja reglur sem taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Við höfum einnig lagt til að aukinn ávinningur gangi til sveitarfélaganna í landinu sem við teljum að stuðli að sátt um tímabærar breytingar. Það er hægt að laga gallað kerfi. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun