Njótum nú góðs af góðum humlustofni sem fór í vetrardvala eftir blíðuna síðasta sumar Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 08:55 Erling Ólafsson skordýrafræðingur ræddi við Bítismenn í morgun. Náttúrufræðistofnun/Getty „Það var mjög góð afkoma hjá þeim í fyrra haust og fór góður stofn í vetrardvala og við erum að njóta góðs af því núna.“ Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um humlustofninn nú en hann ræddi íslenska skordýrasumarið við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Það er mikill fjöldi. Menn eru að tala um þetta hvað það er mikið af humludrottningum búið að vera undanfarið – þessar „stóru hlussur“ eins og menn segja alltaf.“ Erling segir að humlumergðina nú skýrast af hinu góða veðri sem var síðasta sumar. Sumarið 2018 hafi þær hins vegar ekki náð sér á strik. „Þegar rigndi á Suðurlandi, stytti ekki upp fyrr en í ágúst einhvern tímann. Þá áttu humlurnar í erfiðleikum og það var léleg framleiðsla á nýjum drottningum þá um haustið. En svo vöknuðu þær upp í fyrra vor, þessar drottningar sem þó urðu til og þær fengu heldur betur meðbyr.“ Erling segist ekki vilja spá fyrir um hvernig skordýrasumarið verði. „Það er nú þannig með þessi skordýr að þau spila eftir nótum og nóturnar eru veðráttan, aðstæður hverju sinni og svo sveiflast þetta bara upp og niður eftir því. Það er ekkert sem heitir eðlilegt ástand. Eðlilegt ástand er bara viðbrögðin við ástandið hverju sinni. Við þekkjum Ísland. Það er aldrei eins.“ Hann bendir á að nú sé lok maí og að við vitum ekki hvernig veðrið verður eftir viku, tvær eða þrjár. „Þetta heldur áfram að spila eftir nótunum sem gefast hverju sinni. Nóturnar geta stundum verið dálítið djass – ekki fyrir hvern sem er að skilja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Erling í spilaranum en þar ræðir hann einnig söngtifur sem hafa verið að vakna til lífsins í Bandaríkjunum. Bítið Dýr Skordýr Tengdar fréttir Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Það var mjög góð afkoma hjá þeim í fyrra haust og fór góður stofn í vetrardvala og við erum að njóta góðs af því núna.“ Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um humlustofninn nú en hann ræddi íslenska skordýrasumarið við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Það er mikill fjöldi. Menn eru að tala um þetta hvað það er mikið af humludrottningum búið að vera undanfarið – þessar „stóru hlussur“ eins og menn segja alltaf.“ Erling segir að humlumergðina nú skýrast af hinu góða veðri sem var síðasta sumar. Sumarið 2018 hafi þær hins vegar ekki náð sér á strik. „Þegar rigndi á Suðurlandi, stytti ekki upp fyrr en í ágúst einhvern tímann. Þá áttu humlurnar í erfiðleikum og það var léleg framleiðsla á nýjum drottningum þá um haustið. En svo vöknuðu þær upp í fyrra vor, þessar drottningar sem þó urðu til og þær fengu heldur betur meðbyr.“ Erling segist ekki vilja spá fyrir um hvernig skordýrasumarið verði. „Það er nú þannig með þessi skordýr að þau spila eftir nótum og nóturnar eru veðráttan, aðstæður hverju sinni og svo sveiflast þetta bara upp og niður eftir því. Það er ekkert sem heitir eðlilegt ástand. Eðlilegt ástand er bara viðbrögðin við ástandið hverju sinni. Við þekkjum Ísland. Það er aldrei eins.“ Hann bendir á að nú sé lok maí og að við vitum ekki hvernig veðrið verður eftir viku, tvær eða þrjár. „Þetta heldur áfram að spila eftir nótunum sem gefast hverju sinni. Nóturnar geta stundum verið dálítið djass – ekki fyrir hvern sem er að skilja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Erling í spilaranum en þar ræðir hann einnig söngtifur sem hafa verið að vakna til lífsins í Bandaríkjunum.
Bítið Dýr Skordýr Tengdar fréttir Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10