403 sagt upp hjá Bláa lóninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 09:38 Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/vilhelm Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá verða laun stjórnenda og starfsmanna lækkuð. Í tilkynningu segir að áhrifin af kórónuveirufaraldrinum hafi reynst „miklu umfangsmeiri og langvinnari en væntingar voru um“. Því hafi verið ákveðið að grípa til umræddra ráðstafana. Bláa Lónið vonist þó til að geta ráðið starfsfólkið sem sagt verður upp aftur til starfa „þegar ytri aðstæður breytast til hins betra.“ Laun þeirra starfsmanna sem ekki fá uppsögn verða skert, mest hjá forstjóra og stjórn um 30%, 25% hjá framkvæmdastjórn og minna hjá öðrum, að því er segir í tilkynningu. Jafnframt hefur verið ákveðið að opna allar starfsstöðvar Bláa lónsins á ný þann 19. júní næstkomandi, eftir tæplega þriggja mánaða lokun. Í tilkynningu segir að á þessu tímabili hafi fyrirtækið verið nær tekjulaust. „Markmið þeirra aðgerða sem Bláa lónið hefur nú gripið til er að gera fyrirtækinu kleift að komast í gegnum þá óvissutíma sem framundan eru. Bláa lónið, sem leiðandi fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, ætlar sér að taka þátt í viðspyrnu greinarinnar af fullum krafti þegar birta tekur að nýju.“ Boðað hafði var til starfsmannafundar hjá Bláa lóninu í gær sem halda átti nú í morgun, þar sem ætla má að umræddar aðgerðir hafi verið kynntar. Fyrirtækið sagði upp 164 starfsmönnum í lok mars vegna faraldurs kórónuveiru. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá verða laun stjórnenda og starfsmanna lækkuð. Í tilkynningu segir að áhrifin af kórónuveirufaraldrinum hafi reynst „miklu umfangsmeiri og langvinnari en væntingar voru um“. Því hafi verið ákveðið að grípa til umræddra ráðstafana. Bláa Lónið vonist þó til að geta ráðið starfsfólkið sem sagt verður upp aftur til starfa „þegar ytri aðstæður breytast til hins betra.“ Laun þeirra starfsmanna sem ekki fá uppsögn verða skert, mest hjá forstjóra og stjórn um 30%, 25% hjá framkvæmdastjórn og minna hjá öðrum, að því er segir í tilkynningu. Jafnframt hefur verið ákveðið að opna allar starfsstöðvar Bláa lónsins á ný þann 19. júní næstkomandi, eftir tæplega þriggja mánaða lokun. Í tilkynningu segir að á þessu tímabili hafi fyrirtækið verið nær tekjulaust. „Markmið þeirra aðgerða sem Bláa lónið hefur nú gripið til er að gera fyrirtækinu kleift að komast í gegnum þá óvissutíma sem framundan eru. Bláa lónið, sem leiðandi fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, ætlar sér að taka þátt í viðspyrnu greinarinnar af fullum krafti þegar birta tekur að nýju.“ Boðað hafði var til starfsmannafundar hjá Bláa lóninu í gær sem halda átti nú í morgun, þar sem ætla má að umræddar aðgerðir hafi verið kynntar. Fyrirtækið sagði upp 164 starfsmönnum í lok mars vegna faraldurs kórónuveiru.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51