Brynjar telur andskota kvótakerfisins vart með öllum mjalla Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2020 11:08 Brynjar telur uppnámið sem risið hefur vegna Samherjamálsins og svo seinna þess gjörnings þegar afkomendur Samherjamanna fengu fyrirtækið í fangið ekki til fagnaðar. visir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41
Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00