Spilaði ekki leik í fyrra en er í banni: „Lét eitthvað út úr mér sem ég hefði ekki átt að segja“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 22:00 Guðmundur Þór Júlíusson var léttur í bragði í Kórnum þegar hann ræddi við Henry Birgi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira