Rodgers fékk kórónuveiruna: „Ég gat varla gengið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 22:00 Brendan Rodgers er með Leicester í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. VÍSIR/GETTY Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata. Rodgers er annar knattspyrnustjórinn í úrvalsdeildinni sem ljóst er að hefur fengið veiruna. Áður hafði verið greint frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefði smitast. Rodgers segist hafa fundið sterk einkenni og nánast misst andann þegar þau voru verst, en hann veiktist skömmu eftir að hlé var gert á úrvalsdeildinni í mars. „Ég gat varla gengið og þetta minnti mig á það að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Rodgers sem fór upp á Kilimanjaro árið 2011 í þágu góðs málefnis. „Við fengum viku frí þegar við áttum að mæta Watford og svo viku eftir það fór ég að finna fyrir þessu. Ég fann hvorki lykt né bragð í þrjár vikur. Ég hafði engan kraft, og viku seinna var konan mín alveg eins. Við fórum í próf og reyndumst bæði smituð af veirunni,“ sagði Rodgers sem er 47 ára gamall. Undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða lykt „Ég man þegar ég reyndi svo að hlaupa aftur og það var bara erfitt að fara tíu metra. Ég var ekki með neina matarlyst og það var mjög undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða vita hvernig hann lyktaði. Þetta fær mig til að kunna virkilega vel að meta það að vera við góða heilsu,“ sagði Rodgers. Frá því að æfingar í litlum hópum voru leyfðar á ný á þriðjudag hafa greinst 12 smit hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum. Níu umferðir eru eftir af deildinni og hefur verið ákveðið að keppni hefjist að nýju 17. júní. Leicester er í 3. sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata. Rodgers er annar knattspyrnustjórinn í úrvalsdeildinni sem ljóst er að hefur fengið veiruna. Áður hafði verið greint frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefði smitast. Rodgers segist hafa fundið sterk einkenni og nánast misst andann þegar þau voru verst, en hann veiktist skömmu eftir að hlé var gert á úrvalsdeildinni í mars. „Ég gat varla gengið og þetta minnti mig á það að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Rodgers sem fór upp á Kilimanjaro árið 2011 í þágu góðs málefnis. „Við fengum viku frí þegar við áttum að mæta Watford og svo viku eftir það fór ég að finna fyrir þessu. Ég fann hvorki lykt né bragð í þrjár vikur. Ég hafði engan kraft, og viku seinna var konan mín alveg eins. Við fórum í próf og reyndumst bæði smituð af veirunni,“ sagði Rodgers sem er 47 ára gamall. Undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða lykt „Ég man þegar ég reyndi svo að hlaupa aftur og það var bara erfitt að fara tíu metra. Ég var ekki með neina matarlyst og það var mjög undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða vita hvernig hann lyktaði. Þetta fær mig til að kunna virkilega vel að meta það að vera við góða heilsu,“ sagði Rodgers. Frá því að æfingar í litlum hópum voru leyfðar á ný á þriðjudag hafa greinst 12 smit hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum. Níu umferðir eru eftir af deildinni og hefur verið ákveðið að keppni hefjist að nýju 17. júní. Leicester er í 3. sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira