Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 14:48 Frá óeirðunum í Minnesota í nótt. AP/John Minchillo Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira