Stórfyrirtæki hafa fengið hundruð milljóna króna skattaafslætti vegna nýsköpunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra segir mikilvægt að halda hátæknifyrirtækjum á landinu. Vísir/Vilhelm Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54
Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16