Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 15:35 Thuram fagnar fyrra marki sínu í dag. EPA-EFE/MARTIN MEISSNER Marcus Thuram skoraði tvívegis er Borussia Mönchengladbach vann Union Berlín 4-1 í þýsku úrvalsdeildinni. Hann fagnaði fyrra marki sínu með því að „taka hné“ og votta þar með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, sem og víðar, virðingu sína. Fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni er nú lokið. Þar fór Borussia Mönchengladbach með öruggan 4-1 sigur af hólm er Union Berlín kom í heimsókn. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Florian Neuhaus og Marcus Thuram. Sá síðarnefndi fagnaði marki sínu eins og segir hér að ofan. Sebastian Andersson minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks áður en Thuram bætti við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna. Títtnefndur Thuram er sonur Lilian Thuram sem átti farsælan feril með Parma, Juventus og Barcelona ásamt því að vera lykilmaður í franska landsliðinu sem vann HM árið 1998. Það var svo Alassane Plea sem gerði endanlega út um leikinn á 81. mínútu með fjórða marki Gladbach. Lokatölur 4-1 Mönchengladbach í vil sem er nú aðeins stigi á eftir Borussia Dortmund sem situr í öðru sæti deildarinnar. Dortmund, sem heimsækir Paderborn 07 klukkan 16:00, er með 57 stig á meðan Gladbach er með 56 stig. Þetta er ekki eina atvik helgarinnar þar sem leikmenn votta virðingu sína en fyrirliði Schalke 04 skrifaði „Justice for Floyd“ á fyrirliðaband sitt eins og við greindum frá í gær. Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Marcus Thuram skoraði tvívegis er Borussia Mönchengladbach vann Union Berlín 4-1 í þýsku úrvalsdeildinni. Hann fagnaði fyrra marki sínu með því að „taka hné“ og votta þar með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, sem og víðar, virðingu sína. Fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni er nú lokið. Þar fór Borussia Mönchengladbach með öruggan 4-1 sigur af hólm er Union Berlín kom í heimsókn. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Florian Neuhaus og Marcus Thuram. Sá síðarnefndi fagnaði marki sínu eins og segir hér að ofan. Sebastian Andersson minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks áður en Thuram bætti við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna. Títtnefndur Thuram er sonur Lilian Thuram sem átti farsælan feril með Parma, Juventus og Barcelona ásamt því að vera lykilmaður í franska landsliðinu sem vann HM árið 1998. Það var svo Alassane Plea sem gerði endanlega út um leikinn á 81. mínútu með fjórða marki Gladbach. Lokatölur 4-1 Mönchengladbach í vil sem er nú aðeins stigi á eftir Borussia Dortmund sem situr í öðru sæti deildarinnar. Dortmund, sem heimsækir Paderborn 07 klukkan 16:00, er með 57 stig á meðan Gladbach er með 56 stig. Þetta er ekki eina atvik helgarinnar þar sem leikmenn votta virðingu sína en fyrirliði Schalke 04 skrifaði „Justice for Floyd“ á fyrirliðaband sitt eins og við greindum frá í gær.
Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45