Formúla 1

Formúla 1 fær grænt ljós í Englandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lewis Hamilton er eflaust mjög spenntur að keppa á heimavelli í ágúst.
Lewis Hamilton er eflaust mjög spenntur að keppa á heimavelli í ágúst. Vísir/Getty

Bresk stjórnvöld hafa gefið Formúlu 1 kappakstrinum grænt ljós á að keppa á hinni fornfrægu Silverstone-braut í Englandi í sumar. Samkvæmt frétt BBC um málið hefur Formúla 1 fengið leyfi fyrir tveimur keppnum á Silverstone-brautinni.

Þá þurfa ökumenn og starfslið liðanna ekki að fara í tveggja vikna einangrun við komuna til landsins.

Bresk stjórnvöld eru að reyna koma íþróttalífi landsins í eðlilegt horf en enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst aftur þann á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Þá fer enska B-deildin aftur af stað þremur dögum síðar eða þann 20. júní.

Formúla 1 stefnir að því að hefja tímabilið fyrstu vikuna í júlí en fyrstu tíu keppnum ársins var öllum frestað vegna kórónufaraldursins. Tvær keppnir munu fara fram í Austurríki áður en haldið verður til Ungverjalands. Líkt og í öðrum íþróttaviðburðum verður leikið fyrir luktum dyrum og verða fjöldatakmarkanir á fjölda starfsmanna.

Stefnt er að því að keppa á Silverstone-brautinni snemma í ágúst áður en haldið verður til Spánar, Belgíu og Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×