Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 23:27 Donald Trump fyrir ávarp sitt í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“.
Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31
„Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04