Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 10:20 Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, í beinni útsendingu á götum Hong Kong kynnir öryggislögin umdeildu. EPA-EFE/JEROME FAVRE Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Öllum íbúum Hong Kong var afhent breskt vegabréf fyrir breska þegna erlendis (e. British National Overseas), BNO vegabréf, áður en svæðið var afhent Kína á ný árið 1997. Reuters greinir frá því að nærri þrjár milljónir Hong Kong búa geti sótt um vegabréfið. Það heimilar vegabréfshöfum að heimsækja Bretland í sex mánuði í senn en ekki að búa eða vinna þar sjálfkrafa. Sækja þarf sérstaklega um það þrátt fyrir að fólk búi yfir vegabréfinu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að hægt væri að endurskoða sex mánaða takmarkið komi til þess að öryggislögin verði innleidd. Öryggislögin voru samþykkt af kínverska þinginu fyrir helgi en þau munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undan yfirráðum Kína þar. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þá hafa ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmt kínversk stjórnvöld. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 var það gegn þeirri skuldbindingu að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja þjóðaröryggislögin vera í trássi við þá skuldbindingu. Mikil aukning í umsóknum um BNO vegabréf Jafnvel áður en kínversk stjórnvöld kynntu lagatillöguna var mikil aukning í endurnýjun BNO vegabréfa og segir í frétt Reuters að rekja megi það til óeirðanna sem hafa staðið yfir í Hong Kong frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum sem fréttastofa Mingpao hefur undir höndum frá breska vegabréfaembættinu margfölduðust umsóknir fyrir BNO vegabréf á síðari hluta síðasta árs. Meira en 120 þúsund manns sóttu um árið 2019 en umsóknirnar voru um 14 þúsund árin 2017 og 2018. Þá hafa innflytjendaráðgjafar einnig greint frá því að mikil aukning hafi verið í fyrirspurnum um brottflutning frá Hong Kong frá því að Kína tilkynnti lagatillöguna 21. maí síðastliðinn. „Í síðustu viku bárust um 100 fyrirspurnir á dag,“ sagði Swing Wong, yfirmaður Midland innflytjendaráðgjafastofunnar, en fyrr á þessu ári voru þær um 50 á dag. Þá sagði hann að fólk spyrjist fyrir um Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Taívan og Malasíu. Hong Kong Kína Bretland Tengdar fréttir Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30 Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Öllum íbúum Hong Kong var afhent breskt vegabréf fyrir breska þegna erlendis (e. British National Overseas), BNO vegabréf, áður en svæðið var afhent Kína á ný árið 1997. Reuters greinir frá því að nærri þrjár milljónir Hong Kong búa geti sótt um vegabréfið. Það heimilar vegabréfshöfum að heimsækja Bretland í sex mánuði í senn en ekki að búa eða vinna þar sjálfkrafa. Sækja þarf sérstaklega um það þrátt fyrir að fólk búi yfir vegabréfinu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að hægt væri að endurskoða sex mánaða takmarkið komi til þess að öryggislögin verði innleidd. Öryggislögin voru samþykkt af kínverska þinginu fyrir helgi en þau munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undan yfirráðum Kína þar. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þá hafa ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmt kínversk stjórnvöld. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 var það gegn þeirri skuldbindingu að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja þjóðaröryggislögin vera í trássi við þá skuldbindingu. Mikil aukning í umsóknum um BNO vegabréf Jafnvel áður en kínversk stjórnvöld kynntu lagatillöguna var mikil aukning í endurnýjun BNO vegabréfa og segir í frétt Reuters að rekja megi það til óeirðanna sem hafa staðið yfir í Hong Kong frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum sem fréttastofa Mingpao hefur undir höndum frá breska vegabréfaembættinu margfölduðust umsóknir fyrir BNO vegabréf á síðari hluta síðasta árs. Meira en 120 þúsund manns sóttu um árið 2019 en umsóknirnar voru um 14 þúsund árin 2017 og 2018. Þá hafa innflytjendaráðgjafar einnig greint frá því að mikil aukning hafi verið í fyrirspurnum um brottflutning frá Hong Kong frá því að Kína tilkynnti lagatillöguna 21. maí síðastliðinn. „Í síðustu viku bárust um 100 fyrirspurnir á dag,“ sagði Swing Wong, yfirmaður Midland innflytjendaráðgjafastofunnar, en fyrr á þessu ári voru þær um 50 á dag. Þá sagði hann að fólk spyrjist fyrir um Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Taívan og Malasíu.
Hong Kong Kína Bretland Tengdar fréttir Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30 Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30
Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19