Yfir 2.500 manns kosið utan kjörfundar Andri Eysteinsson skrifar 2. júní 2020 14:00 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind Vísir/Vilhelm Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Sýslumannsembættinu segir aðsókn hafa verið meiri en undanfarnar kosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. maí síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í kosningunum sem munu fara fram 27. Júní næstkomandi en það eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson. Bergþóra segir að á landinu öllu hafi 147 greitt atkvæði í dag en á sama tíma fyrir síðustu kosningar höfðu alls 753 greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra segir aðsókn hafa verið jafna undanfarna daga en mögulega sé hægt að skýra mikla aðsókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu til þess að líklega verði helgin 27.-28. Júní mikil ferðahelgi. Þá sé sá háttur hafður á að atkvæðagreiðslan hefur ekki farið fram á skrifstofu embættisins heldur í Smáralind. Bergþóra segir að í fyrri kosningum hafi kjörstaður ekki verið færður úr skrifstofu embættisins fyrr en seinna í ferlinu. Aðsókn hafi aukist verulega þegar opnað er fyrir kjörstað í Perlunni. Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Lista yfir kjörstaði má sjá á vef sýslumanna. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Sýslumannsembættinu segir aðsókn hafa verið meiri en undanfarnar kosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. maí síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í kosningunum sem munu fara fram 27. Júní næstkomandi en það eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson. Bergþóra segir að á landinu öllu hafi 147 greitt atkvæði í dag en á sama tíma fyrir síðustu kosningar höfðu alls 753 greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra segir aðsókn hafa verið jafna undanfarna daga en mögulega sé hægt að skýra mikla aðsókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu til þess að líklega verði helgin 27.-28. Júní mikil ferðahelgi. Þá sé sá háttur hafður á að atkvæðagreiðslan hefur ekki farið fram á skrifstofu embættisins heldur í Smáralind. Bergþóra segir að í fyrri kosningum hafi kjörstaður ekki verið færður úr skrifstofu embættisins fyrr en seinna í ferlinu. Aðsókn hafi aukist verulega þegar opnað er fyrir kjörstað í Perlunni. Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Lista yfir kjörstaði má sjá á vef sýslumanna.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira