Yfir 2.500 manns kosið utan kjörfundar Andri Eysteinsson skrifar 2. júní 2020 14:00 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind Vísir/Vilhelm Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Sýslumannsembættinu segir aðsókn hafa verið meiri en undanfarnar kosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. maí síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í kosningunum sem munu fara fram 27. Júní næstkomandi en það eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson. Bergþóra segir að á landinu öllu hafi 147 greitt atkvæði í dag en á sama tíma fyrir síðustu kosningar höfðu alls 753 greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra segir aðsókn hafa verið jafna undanfarna daga en mögulega sé hægt að skýra mikla aðsókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu til þess að líklega verði helgin 27.-28. Júní mikil ferðahelgi. Þá sé sá háttur hafður á að atkvæðagreiðslan hefur ekki farið fram á skrifstofu embættisins heldur í Smáralind. Bergþóra segir að í fyrri kosningum hafi kjörstaður ekki verið færður úr skrifstofu embættisins fyrr en seinna í ferlinu. Aðsókn hafi aukist verulega þegar opnað er fyrir kjörstað í Perlunni. Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Lista yfir kjörstaði má sjá á vef sýslumanna. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Sýslumannsembættinu segir aðsókn hafa verið meiri en undanfarnar kosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. maí síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í kosningunum sem munu fara fram 27. Júní næstkomandi en það eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson. Bergþóra segir að á landinu öllu hafi 147 greitt atkvæði í dag en á sama tíma fyrir síðustu kosningar höfðu alls 753 greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra segir aðsókn hafa verið jafna undanfarna daga en mögulega sé hægt að skýra mikla aðsókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu til þess að líklega verði helgin 27.-28. Júní mikil ferðahelgi. Þá sé sá háttur hafður á að atkvæðagreiðslan hefur ekki farið fram á skrifstofu embættisins heldur í Smáralind. Bergþóra segir að í fyrri kosningum hafi kjörstaður ekki verið færður úr skrifstofu embættisins fyrr en seinna í ferlinu. Aðsókn hafi aukist verulega þegar opnað er fyrir kjörstað í Perlunni. Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Lista yfir kjörstaði má sjá á vef sýslumanna.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira