Tekur ekki afstöðu um lækkun mögulegs eignarhlutar í sjávarútvegsfyrirtækjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 15:21 Samherjamálið rætt á Alþingi Vísir/Vilhelm „Telur ráðherrann hæstvirtur ekki að nauðsynlegt sé að vinna gegn slíkri samþjöppun og að stóru fyrirtækin séu orðin svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg? Að áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála geti unnið gegn almannahag?“ spurði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu í dag. „Ég held það þurfi ekki endilega að vera einhver stærðarmörk á fyrirtækjum til þess að stjórnendur þeirra eða þau fyrirtæki sjálf geti unnið gegn þjóðarhag. Ég held það sé ekkert sammerkt því að stór fyrirtæki geti endilega verið hættulegri þjóðarhag heldur en tiltölulega smáar, öflugar einingar,“ svaraði Kristján Þór. „Ég held að það sé ekkert samasemmerki milli stærðar og hættulegra athafna. Það er bara mín sannfæring.“ Mikil umræða hefur skapast undanfarið um samþjöppun í sjávarútvegi vegna tilkynningar um að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hefðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Oddný benti á í ræðu sinni að tíu stærstu útgerðir á Íslandi færu með meira en helming kvótans sem úthlutað er árlega og 20 stærstu með meira en 70 prósent kvótans. „Ofan á það bætist svo eignarhald þessara útgerðarrisa í öðrum útgerðum.“ Þá rifjaði hún upp þegar lög voru sett fyrir rúmum tuttugu árum sem voru samþykktar sérstaklega til að vinna gegn samþjöppun aflahlutdeildar sem talin var skaðleg, ekki síst út af mikilvægi fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. „Of sterk yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni þýddi meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og staða þeirra of sterk gagnvart stjórnvöldum.“ „Samþjöppun kæmi í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá gæti samþjöppun beinlínis unnið gegn þjóðarhag sérstaklega ef viðkomandi standa sig ekki í að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni.“ Þá sagði hún að eins og lögin hafi verið túlkuð hingað til megi einn aðili ráða yfir 12 prósentum kvótans sem úthlutað er og því til viðbótar eiga 49 prósenta hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem fara með þau 88 prósent sem úti standa. „Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum ýtir augljóslega undir samþjöppun og gengur þvert á anda laganna.“ Sjávarútvegsráðherra tók undir það að samþjöppun hafi verið mikil síðustu áratugi en það væru greinilega einhverjir undirliggjandi þættir í samfélaginu sem væru þess valdur að samþjöppunin ætti sér stað. „Ég held að grunnkrafan sem rekur á eftir þessari samþjöppun, þessari breytingum, sé krafan um það að þessi atvinnugrein sé rekin með hagnaði. Hún skili því til samfélagsins sem við öll viljum sjá.“ „Þetta hámark sem miðast við og er best þekkt sem tólf prósent af heildarafla þá var talað um það að sú krafa væri sett fram að greinin gæti skilað, það væri krafa um arðsemi og því fylgir það að greinin verður að þjappa sér með einhverjum hætti svona saman,“ sagði Kristján Þór. Þá sagðist hann ekki geta tekið afstöðu til þess hvort lækka ætti mögulegan eignarhlut aðila í öðrum fyrirtækjum úr 49 prósentum í 25 prósent líkt og Oddný sagði ýmsa hafa lagt til. „„Ég tel þá umræðu þurfa miklu meiri og ígrundaðri umræðu heldur en gefst hér og nú. Ég er á þeim stað að ég sé ekki með neina mótaða afstöðu til þess. Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var gert með þessum hætti og þetta hefur haldist með þessum hætti sem raun ber vitni.“ Sjávarútvegur Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. 15. maí 2020 17:00 Auðlind í eigu þjóðar? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. 12. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Telur ráðherrann hæstvirtur ekki að nauðsynlegt sé að vinna gegn slíkri samþjöppun og að stóru fyrirtækin séu orðin svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg? Að áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála geti unnið gegn almannahag?“ spurði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu í dag. „Ég held það þurfi ekki endilega að vera einhver stærðarmörk á fyrirtækjum til þess að stjórnendur þeirra eða þau fyrirtæki sjálf geti unnið gegn þjóðarhag. Ég held það sé ekkert sammerkt því að stór fyrirtæki geti endilega verið hættulegri þjóðarhag heldur en tiltölulega smáar, öflugar einingar,“ svaraði Kristján Þór. „Ég held að það sé ekkert samasemmerki milli stærðar og hættulegra athafna. Það er bara mín sannfæring.“ Mikil umræða hefur skapast undanfarið um samþjöppun í sjávarútvegi vegna tilkynningar um að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hefðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Oddný benti á í ræðu sinni að tíu stærstu útgerðir á Íslandi færu með meira en helming kvótans sem úthlutað er árlega og 20 stærstu með meira en 70 prósent kvótans. „Ofan á það bætist svo eignarhald þessara útgerðarrisa í öðrum útgerðum.“ Þá rifjaði hún upp þegar lög voru sett fyrir rúmum tuttugu árum sem voru samþykktar sérstaklega til að vinna gegn samþjöppun aflahlutdeildar sem talin var skaðleg, ekki síst út af mikilvægi fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. „Of sterk yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni þýddi meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og staða þeirra of sterk gagnvart stjórnvöldum.“ „Samþjöppun kæmi í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá gæti samþjöppun beinlínis unnið gegn þjóðarhag sérstaklega ef viðkomandi standa sig ekki í að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni.“ Þá sagði hún að eins og lögin hafi verið túlkuð hingað til megi einn aðili ráða yfir 12 prósentum kvótans sem úthlutað er og því til viðbótar eiga 49 prósenta hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem fara með þau 88 prósent sem úti standa. „Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum ýtir augljóslega undir samþjöppun og gengur þvert á anda laganna.“ Sjávarútvegsráðherra tók undir það að samþjöppun hafi verið mikil síðustu áratugi en það væru greinilega einhverjir undirliggjandi þættir í samfélaginu sem væru þess valdur að samþjöppunin ætti sér stað. „Ég held að grunnkrafan sem rekur á eftir þessari samþjöppun, þessari breytingum, sé krafan um það að þessi atvinnugrein sé rekin með hagnaði. Hún skili því til samfélagsins sem við öll viljum sjá.“ „Þetta hámark sem miðast við og er best þekkt sem tólf prósent af heildarafla þá var talað um það að sú krafa væri sett fram að greinin gæti skilað, það væri krafa um arðsemi og því fylgir það að greinin verður að þjappa sér með einhverjum hætti svona saman,“ sagði Kristján Þór. Þá sagðist hann ekki geta tekið afstöðu til þess hvort lækka ætti mögulegan eignarhlut aðila í öðrum fyrirtækjum úr 49 prósentum í 25 prósent líkt og Oddný sagði ýmsa hafa lagt til. „„Ég tel þá umræðu þurfa miklu meiri og ígrundaðri umræðu heldur en gefst hér og nú. Ég er á þeim stað að ég sé ekki með neina mótaða afstöðu til þess. Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var gert með þessum hætti og þetta hefur haldist með þessum hætti sem raun ber vitni.“
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. 15. maí 2020 17:00 Auðlind í eigu þjóðar? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. 12. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46
Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. 15. maí 2020 17:00
Auðlind í eigu þjóðar? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. 12. febrúar 2020 15:00