Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:04 Kjósendur með grímur bíða eftir að því að geta kosið í forvali í Washington-borg í gær. Langar raðir mynduðust sums staðar. Margir biðu enn í röð skömmu áður en útgöngubann tók gildi í borginni vegna mótmæla sem hafa geisað undanfarna daga. AP/Andrew Harnik Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira