Innlent

Ekkert smit en fólki í sóttkví fjölgar

Kjartan Kjartansson skrifar
Afar fá ný kórónuveirusmit greinast á Íslandi þessa dagana. Myndin er úr safni.
Afar fá ný kórónuveirusmit greinast á Íslandi þessa dagana. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Enn greinist ekkert nýtt kórónuveirusmit á Íslandi, fjórða daginn í röð. Fólki í sóttkví fjölgaði hins vegar um 67 á milli daga.

Aðeins einstaka smit hafa greinst undanfarnar vikur og eru staðfest smit enn 1.806 frá upphafi faraldursins. Einungis tvö virkt smit er í landinu þessa stundina og enginn liggur á sjúkrahúsi. Alls hafa nú verið tekin 61.355 sýni frá upphafi faraldursins.

Til þessa hafa 1.794 náð bata og hefur fjöldinn verið óbreyttur undanfarna daga. Fólk í sóttkví er nú 885, 67 fleiri en í gær. Alls hafa 20.984 lokið sóttkví frá upphafi faraldursins.

Tíu hafa látist af völdum úr veirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×