Fjárfestingaplan jafnaðarfólks er grænt Ellen Calmon skrifar 4. júní 2020 13:01 Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun