Góðir hlutir gerast hægt Eymundur L. Eymundsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar