Laganna vörður hafði betur gegn Verði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 11:32 Héraðsdómur Reykjavíkur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók. Málið sneri að því hvort tryggingafélaginu hefði verið gerð grein fyrir líkamstjóni lögreglumannsins innan fyrningarfrests. Héraðsdómur taldi að miða skyldi fyrningarfrest tjóntilkynningar við þann dag sem tjónþoli gerði sér raunverulega grein fyrir að tjónið sem hann varð fyrir væri varanlegt. Í dóminum kemur fram að lögreglumaðurinn hafi orðið fyrir slysinu þann 27. október árið 2014, þegar hann ók lögreglubifreið á leið í útkall. Annarri bifreið hafi verið ekið í veg fyrir lögreglubifreiðina með þeim afleiðingum að hún varð óökufær. Þremur dögum eftir slysið fór lögreglumaðurinn til heimilislæknis. Samkvæmt lýsingu læknis í sjúkraskrá var hann þá með verki í baki. Læknir sagði hann hafa fengið töluverðan slink á sig og tognað í neðanverðu baki og öxl, líklega eftir beltið. Líklegt væri að verkirnir gengju til baka, en tíminn yrði að leiða það í ljós. Lögreglumaðurinn fór nokkrum sinnum í viðbót til læknis eftir þetta, þar sem hann fékk meðal annars lyf við verkjum sínum. Síðasta læknisheimsheimsóknin sem fjallað er um í dóminum var í febrúar 2017. Deilt um fyrningarfrest Ágreiningur í málinu snýr að því hvort Vörður hafi fengið vitneskju um slysið innan árs frá því það átti sér stað, en í 124. gr. laga um vátryggingarsamninga segir að sá sem á rétt til bóta glati þeim rétti ef krafa er ekki gerð til vátryggingarfélagsins „innan árs frá því að hann fékk vitneskju um þau atvik sem hún er reist á eða því hefur ekki borist tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.“ Maðurinn ók lögreglubifreið þegar slysið varð.Vísir/Vilhelm Lögreglumaðurinn byggði mál sitt á því að tryggingafélaginu hefði borist lögregluskýrsla vegna slyssins þann 25. nóvember 2014, tæpum mánuði eftir að slysið varð. Með því hafa Verði borist „tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.“ Vörður mótmælti þessu og vísaði til þess að ekki væri ljóst af efni skýrslunnar að tjónið sem lögreglumaðurinn varð fyrir gæti leitt til bótaskyldu félagsins. Í niðurstöðu dómsins segir að úrlausn þessa hluta málsins ráðist af því hvort lögregluskýrslan geti talist tilkynning um vátryggingaratburð ráðist af efni vátryggingarsamnings milli lögreglumannsins og Varðar. Dómurinn tók ekki afstöðu til þessa álitamáls þar sem umræddur samningur var ekki lagður fram í málinu. Í málinu var þó einnig deilt um hvort lögreglumaðurinn hefði gert tryggingafélaginu viðvart um tjónið innan eins árs, eins og lög kveða á um. Lögreglumaðurinn skilaði tjónstilkynningu til tryggingafélagsins rúmum tveimur árum eftir slysið, þann 8. febrúar 2017. Byggði hann hins vegar á því að það hafi verið við heimsókn til heimilislæknis í febrúar 2017 sem hann áttaði sig á því að tjón vegna slyssins væri varanlegt. Gerði sér ekki strax grein fyrir að tjónið væri varanlegt Héraðsdómur féllst á þessi málarök og sagði að ákvæði þess efnis að tilkynna skuli tjón innan árs frá atviki hafa verið skýrð á þá leið að þegar krafist er bóta vegna varanlegs líkamstjónsberi að miða upphaf eins árs frestsins við það hvenær sá sem orðið hefur fyrir slíku tjóni hafi raunverulega gert sér grein fyrir að það hefði varanlegar afleiðingar fyrir hann. Verði var því gert að greiða lögreglumanninum 4.906.949 krónur með 4,5 prósent ársvöxtum af 555.875 kr. frá 27. október 2014 til 27. janúar 2015, af 4.906.946 kr. frá þeim degi til 20. janúar 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Eins var tryggingafélaginu gert að greiða lögreglumanninum 744 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók. Málið sneri að því hvort tryggingafélaginu hefði verið gerð grein fyrir líkamstjóni lögreglumannsins innan fyrningarfrests. Héraðsdómur taldi að miða skyldi fyrningarfrest tjóntilkynningar við þann dag sem tjónþoli gerði sér raunverulega grein fyrir að tjónið sem hann varð fyrir væri varanlegt. Í dóminum kemur fram að lögreglumaðurinn hafi orðið fyrir slysinu þann 27. október árið 2014, þegar hann ók lögreglubifreið á leið í útkall. Annarri bifreið hafi verið ekið í veg fyrir lögreglubifreiðina með þeim afleiðingum að hún varð óökufær. Þremur dögum eftir slysið fór lögreglumaðurinn til heimilislæknis. Samkvæmt lýsingu læknis í sjúkraskrá var hann þá með verki í baki. Læknir sagði hann hafa fengið töluverðan slink á sig og tognað í neðanverðu baki og öxl, líklega eftir beltið. Líklegt væri að verkirnir gengju til baka, en tíminn yrði að leiða það í ljós. Lögreglumaðurinn fór nokkrum sinnum í viðbót til læknis eftir þetta, þar sem hann fékk meðal annars lyf við verkjum sínum. Síðasta læknisheimsheimsóknin sem fjallað er um í dóminum var í febrúar 2017. Deilt um fyrningarfrest Ágreiningur í málinu snýr að því hvort Vörður hafi fengið vitneskju um slysið innan árs frá því það átti sér stað, en í 124. gr. laga um vátryggingarsamninga segir að sá sem á rétt til bóta glati þeim rétti ef krafa er ekki gerð til vátryggingarfélagsins „innan árs frá því að hann fékk vitneskju um þau atvik sem hún er reist á eða því hefur ekki borist tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.“ Maðurinn ók lögreglubifreið þegar slysið varð.Vísir/Vilhelm Lögreglumaðurinn byggði mál sitt á því að tryggingafélaginu hefði borist lögregluskýrsla vegna slyssins þann 25. nóvember 2014, tæpum mánuði eftir að slysið varð. Með því hafa Verði borist „tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.“ Vörður mótmælti þessu og vísaði til þess að ekki væri ljóst af efni skýrslunnar að tjónið sem lögreglumaðurinn varð fyrir gæti leitt til bótaskyldu félagsins. Í niðurstöðu dómsins segir að úrlausn þessa hluta málsins ráðist af því hvort lögregluskýrslan geti talist tilkynning um vátryggingaratburð ráðist af efni vátryggingarsamnings milli lögreglumannsins og Varðar. Dómurinn tók ekki afstöðu til þessa álitamáls þar sem umræddur samningur var ekki lagður fram í málinu. Í málinu var þó einnig deilt um hvort lögreglumaðurinn hefði gert tryggingafélaginu viðvart um tjónið innan eins árs, eins og lög kveða á um. Lögreglumaðurinn skilaði tjónstilkynningu til tryggingafélagsins rúmum tveimur árum eftir slysið, þann 8. febrúar 2017. Byggði hann hins vegar á því að það hafi verið við heimsókn til heimilislæknis í febrúar 2017 sem hann áttaði sig á því að tjón vegna slyssins væri varanlegt. Gerði sér ekki strax grein fyrir að tjónið væri varanlegt Héraðsdómur féllst á þessi málarök og sagði að ákvæði þess efnis að tilkynna skuli tjón innan árs frá atviki hafa verið skýrð á þá leið að þegar krafist er bóta vegna varanlegs líkamstjónsberi að miða upphaf eins árs frestsins við það hvenær sá sem orðið hefur fyrir slíku tjóni hafi raunverulega gert sér grein fyrir að það hefði varanlegar afleiðingar fyrir hann. Verði var því gert að greiða lögreglumanninum 4.906.949 krónur með 4,5 prósent ársvöxtum af 555.875 kr. frá 27. október 2014 til 27. janúar 2015, af 4.906.946 kr. frá þeim degi til 20. janúar 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Eins var tryggingafélaginu gert að greiða lögreglumanninum 744 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira