Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 13:41 Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu frá október til mars. Á þeim tíma lét hann fara yfir eldri mál, þar á meðal mál orkufyrirtækisins Burisma. Ekkert kom fram þar sem benti til þess að Hunter Biden hefði eitthvað sér til saka unnið. Vísir/EPA Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt. Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt.
Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira