Aflabrestur á Síldarminjasafninu Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 12:30 Aníta safnstjóri segir safnið háð ferðamönnum með rekstrarfé og nú er alger aflabrestur. Síldarminjasafnið á Siglufirði siglir nú mikinn ólgusjó vegna Covid-faraldursins og hruns í ferðaþjónustu. Anita Elefsen safnstjóri segir að þau þar standi nú frammi fyrir því að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína í sumar hafi afbókað. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem verið hefur en Siglufjörður hefur verið rækilega inni á kortinu þegar ferðamannastraumurinn hefur verið annars vegar. „Þetta þýðir það að við verðum fyrir miklu tekjufalli. Eins og staðan blastir við núna munar ekki minna en 30 milljónum á ársgrundvelli,“ segir Aníta. En tekjutímabilið er fyrst og fremst sumarmánuðirnir. Erlendir gestir 85 prósent yfir sumartímann Staðan er grafalvarleg en safnið, sem á sér merka sögu, er sjálfseignastofnun og hefur að mestu leyti treyst á gesti við rekstur. Helsta tekjulindin hafa verið erlendir ferðamenn, farþegar skemmtiferðaskipa og skiplagðir hópar. Að sögn Anítu hefur safnið verið í góðu samstarfi við ferðaskrifstofur sem hafa komið við í safninu með hópa sína. Síldarminjasafnið er sjálfseignastofnun en horfir nú fram á að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína hafa afbókað. „Við höfum notið góðs af því að erlendir ferðamenn hafa viljað ferðast um landið og koma þá við hjá okkur. Við höfum treyst á þessa gesti,“ segir Aníta. Hún segir að þó safnið hafi samning við sveitarfélagið og menntamálaráðuneytið sé það ekki rekið af hvorki ríki né sveit. „Við erum mjög háð ferðamönnum með rekstrarfé. Við áttum von á skipulögðum hópum. Þess utan er þessi lausatraffík margfalt rólegri en við erum vön. Yfir sumartímann eru erlendir gestir að jafnaði um 85 prósent. Það lækkar aðeins sé litið til ársins í heild. Íslendingar eru fleiri yfir vetrartímann,“ segir Aníta en þá hefur meðal annarra skólafólk komið og sótt staðinn heim. Með allar klær úti Aníta segir ekkert einfalt svar við því hvernig hægt er að bregðast við þessari erfiðu stöðu. „Við reynum að vera með allar klær úti og reynum að hvetja innlenda til að koma; að þeir gleymi ekki söfnunum á ferðalaginu í sumar.“ Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði. Safnstjórinn hvetur innlenda ferðamenn til að líta við á þessu merkilega safni. Aníta segir jafnframt að safnið hafi sótt um það viðbótarfjármagn sem staðið hefur til boða á vegum ríkisins til að bregðast við þessum hamförum. Safnið fékk ekki úthlutun frá nýsköpunarsjóði námsmanna en nú er beðið eftir því að opnað verði fyrir umsóknir til lokunarstyrkja. „En við erum að hugsa um að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að gerast bakhjarlar safnsins, til dæmis með árgjaldi. Safnið á sér sérstaka sögu. Það var byggt upp af sjálfboðaliðum. Samtakamáttur fólksins hefur komið okkur vel áður. Þetta safn væri ekki hér ef ekki væri fyrir orku og krafta heimamanna sem lögðu það á sig að koma safninu upp og starfrækja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Söfn Fjallabyggð Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Síldarminjasafnið á Siglufirði siglir nú mikinn ólgusjó vegna Covid-faraldursins og hruns í ferðaþjónustu. Anita Elefsen safnstjóri segir að þau þar standi nú frammi fyrir því að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína í sumar hafi afbókað. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem verið hefur en Siglufjörður hefur verið rækilega inni á kortinu þegar ferðamannastraumurinn hefur verið annars vegar. „Þetta þýðir það að við verðum fyrir miklu tekjufalli. Eins og staðan blastir við núna munar ekki minna en 30 milljónum á ársgrundvelli,“ segir Aníta. En tekjutímabilið er fyrst og fremst sumarmánuðirnir. Erlendir gestir 85 prósent yfir sumartímann Staðan er grafalvarleg en safnið, sem á sér merka sögu, er sjálfseignastofnun og hefur að mestu leyti treyst á gesti við rekstur. Helsta tekjulindin hafa verið erlendir ferðamenn, farþegar skemmtiferðaskipa og skiplagðir hópar. Að sögn Anítu hefur safnið verið í góðu samstarfi við ferðaskrifstofur sem hafa komið við í safninu með hópa sína. Síldarminjasafnið er sjálfseignastofnun en horfir nú fram á að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína hafa afbókað. „Við höfum notið góðs af því að erlendir ferðamenn hafa viljað ferðast um landið og koma þá við hjá okkur. Við höfum treyst á þessa gesti,“ segir Aníta. Hún segir að þó safnið hafi samning við sveitarfélagið og menntamálaráðuneytið sé það ekki rekið af hvorki ríki né sveit. „Við erum mjög háð ferðamönnum með rekstrarfé. Við áttum von á skipulögðum hópum. Þess utan er þessi lausatraffík margfalt rólegri en við erum vön. Yfir sumartímann eru erlendir gestir að jafnaði um 85 prósent. Það lækkar aðeins sé litið til ársins í heild. Íslendingar eru fleiri yfir vetrartímann,“ segir Aníta en þá hefur meðal annarra skólafólk komið og sótt staðinn heim. Með allar klær úti Aníta segir ekkert einfalt svar við því hvernig hægt er að bregðast við þessari erfiðu stöðu. „Við reynum að vera með allar klær úti og reynum að hvetja innlenda til að koma; að þeir gleymi ekki söfnunum á ferðalaginu í sumar.“ Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði. Safnstjórinn hvetur innlenda ferðamenn til að líta við á þessu merkilega safni. Aníta segir jafnframt að safnið hafi sótt um það viðbótarfjármagn sem staðið hefur til boða á vegum ríkisins til að bregðast við þessum hamförum. Safnið fékk ekki úthlutun frá nýsköpunarsjóði námsmanna en nú er beðið eftir því að opnað verði fyrir umsóknir til lokunarstyrkja. „En við erum að hugsa um að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að gerast bakhjarlar safnsins, til dæmis með árgjaldi. Safnið á sér sérstaka sögu. Það var byggt upp af sjálfboðaliðum. Samtakamáttur fólksins hefur komið okkur vel áður. Þetta safn væri ekki hér ef ekki væri fyrir orku og krafta heimamanna sem lögðu það á sig að koma safninu upp og starfrækja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Söfn Fjallabyggð Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira