Hegerberg landaði risasamningi við Nike í meiðslunum Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 20:00 Ada Hegerberg hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð með Lyon og setti markamet í keppninni í fyrra. VÍSIR/GETTY Norska knattspyrnustjarnan Ada Hegerberg er komin í hóp andlita íþróttavöruframleiðandans Nike og hefur skrifað undir samning til tíu ára við fyrirtækið. Samkvæmt VG í Noregi nemur virði samningsins um það bil 142 milljónum íslenskra króna. Hegerberg, sem var fyrst kvenna til að vinna Gullknöttinn, fetar í fótspor íþróttastjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Serenu Williams og Lebron James. „Þetta er risastórt skref á mínum ferli. Nike og ég höfum sömu markmið varðandi það hvernig breiða skal út íþróttir kvenna á komandi árum,“ sagði Hegerberg. Hegerberg, sem er 24 ára gömul, hefur meðal annars orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð með Lyon og unnið tvöfalt með liðinu í Frakklandi fimm ár í röð. Svo gæti farið að hún verði liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá og með næstu leiktíð. Hegerberg sleit krossband í hné í janúar og vanalega tekur um níu mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Samkvæmt Nettavisen er markadrottningin þó byrjuð að æfa aðeins með bolta núna. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hún geti spilað með Lyon þegar keppni lýkur í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær keppni þar hefst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Norska knattspyrnustjarnan Ada Hegerberg er komin í hóp andlita íþróttavöruframleiðandans Nike og hefur skrifað undir samning til tíu ára við fyrirtækið. Samkvæmt VG í Noregi nemur virði samningsins um það bil 142 milljónum íslenskra króna. Hegerberg, sem var fyrst kvenna til að vinna Gullknöttinn, fetar í fótspor íþróttastjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Serenu Williams og Lebron James. „Þetta er risastórt skref á mínum ferli. Nike og ég höfum sömu markmið varðandi það hvernig breiða skal út íþróttir kvenna á komandi árum,“ sagði Hegerberg. Hegerberg, sem er 24 ára gömul, hefur meðal annars orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð með Lyon og unnið tvöfalt með liðinu í Frakklandi fimm ár í röð. Svo gæti farið að hún verði liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá og með næstu leiktíð. Hegerberg sleit krossband í hné í janúar og vanalega tekur um níu mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Samkvæmt Nettavisen er markadrottningin þó byrjuð að æfa aðeins með bolta núna. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hún geti spilað með Lyon þegar keppni lýkur í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær keppni þar hefst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30