Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2020 23:06 Fossinn Dynjandi í Arnarfirði, einnig þekktur sem Fjallfoss. Stöð 2/Skjáskot. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst sjá vegagerð um Dynjandisheiði í höfn og að raforkuöryggi verði tryggt á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fossinn Dynjandi er þegar friðlýstur en fyrir lá tillaga, byggð á vinnu samstarfshóps umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar, um verulega stækkun friðlandsins með gerð þjóðgarðs, sem myndi einnig ná yfir Geirþjófsfjörð og friðland Vatnsfjarðar sem og Dynjandisheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti hins vegar á fundi sínum fyrir helgi, með níu samhljóða atkvæðum, að fresta afgreiðslu málsins. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi fyrst frá málinu. Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, sem mælti fyrir frestun, segir tvennt vaka fyrir bæjarstjórninni; að tryggja að fyrirhuguð vegagerð um Dynjandisheiði komist í höfn - og helst að henni verði lokið áður en svæðið verði gert að þjóðgarði - og einnig að sjá raforkuöryggi tryggt á Vestfjörðum. Séð yfir ósa Hvalár. Ófeigsfjörður í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftir að Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest þurfi að leita annarra leiða til að afla raforku á Vestfjörðum, og þótt enginn sé að tala um að taka vatn af Dynjanda geti verið aðrir möguleikar á svæðinu til virkjana sem ekki megi girða fyrir, að sögn Sigurðar. Bæjarstjórnin telji það forsendu raforkuöryggis á Vestfjörðum að virkjað verði innan fjórðungsins. Þá leynir Sigurður því ekki að menn séu brenndir eftir að hafa horft á feril Teigsskógarmálsins síðustu fimmtán ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Umhverfismál Samgöngur Teigsskógur Dýrafjarðargöng Vesturbyggð Orkumál Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst sjá vegagerð um Dynjandisheiði í höfn og að raforkuöryggi verði tryggt á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fossinn Dynjandi er þegar friðlýstur en fyrir lá tillaga, byggð á vinnu samstarfshóps umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar, um verulega stækkun friðlandsins með gerð þjóðgarðs, sem myndi einnig ná yfir Geirþjófsfjörð og friðland Vatnsfjarðar sem og Dynjandisheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti hins vegar á fundi sínum fyrir helgi, með níu samhljóða atkvæðum, að fresta afgreiðslu málsins. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi fyrst frá málinu. Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, sem mælti fyrir frestun, segir tvennt vaka fyrir bæjarstjórninni; að tryggja að fyrirhuguð vegagerð um Dynjandisheiði komist í höfn - og helst að henni verði lokið áður en svæðið verði gert að þjóðgarði - og einnig að sjá raforkuöryggi tryggt á Vestfjörðum. Séð yfir ósa Hvalár. Ófeigsfjörður í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftir að Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest þurfi að leita annarra leiða til að afla raforku á Vestfjörðum, og þótt enginn sé að tala um að taka vatn af Dynjanda geti verið aðrir möguleikar á svæðinu til virkjana sem ekki megi girða fyrir, að sögn Sigurðar. Bæjarstjórnin telji það forsendu raforkuöryggis á Vestfjörðum að virkjað verði innan fjórðungsins. Þá leynir Sigurður því ekki að menn séu brenndir eftir að hafa horft á feril Teigsskógarmálsins síðustu fimmtán ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Umhverfismál Samgöngur Teigsskógur Dýrafjarðargöng Vesturbyggð Orkumál Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15