Segja hvern dag færa margar ferðaskrifstofur nær gjaldþroti Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 17:57 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna yfirvöld og segja það vonbrigði að Alþingi og ríkisstjórn komi ekki til móts við vanda ferðaskrifstofa. Það sé nauðsynlegt fyrir bæði neytendur og ferðaþjónustufyrirtæki að leysa þann vanda sem blasir við mörgum aðilum í ferðaþjónustu. Í yfirlýsingunni er vísað til þess að lögum samkvæmt er ferðaskrifstofum skylt að endurgreiða neytendum innan 14 daga vegna ferðar sem fellur niður sé gerð krafa um slíkt. Þær séu eini hlekkur ferðaþjónustunnar sem er bundinn af slíkri skyldu um endurgreiðslu og eins og staðan er nú geta margar þeirra ekki staðið undir því að endurgreiða sínum viðskiptavinum. Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um heimild ferðaskrifstofa til þess að afhenda inneign vegna pakkaferða í stað endurgreiðslu liggur nú inn í nefnd en í síðustu viku sagðist ráðherrann ekki bjartsýn á að frumvarpið yrði samþykkt. Samtökin segja löggjöfina sem nú er í gildi ekki taka á aðstæðum eins og þeim sem eru uppi núna og forsendur hennar því brostnar, enda eigi mörg fyrirtæki ekki lausafé til þess að endurgreiða. Evrópusambandið hefur hafnað hugmyndum á borð við þær að ferðaskrifstofum verði heimilt að endurgreiða með inneignarnótu en samtökin segja nauðsynlegt að grípa til sértækra aðgerða. „Fjölmörg Evrópuríki hafa gripið til aðgerða vegna vandans á þeim grundvelli. Margar þeirra aðgerða brjóta í bága við Evrópulöggjöfina, enda um fordæmalausar aðstæður að ræða sem löggjöfin nær ekki utan um.“ Samtökin segjast hafa átt í stöðugum samskiptum við stjórnvöld undanfarnar tíu vikur og lagt fram tillögur að mismunandi aðgerðum, sem séu útfærðar með hliðsjón af aðgerðum annarra Evrópuríkja. Engin fullkomin lausn sé í boði en samtökin hafi einnig átt í samskiptum við Neytendasamtökin og fundið þar fyrir samhljómi um mikilvægi lausnar á vandanum. „Ljóst er að eftir þrjá mánuði er tíminn til aðgerða nú á þrotum, lögsóknir gegn ferðaskrifstofum eru hafnar að fullum þunga og ljóst að hver dagur færir einstök fyrirtæki nú nær rekstrarstöðvun eða gjaldþroti.“ Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna yfirvöld og segja það vonbrigði að Alþingi og ríkisstjórn komi ekki til móts við vanda ferðaskrifstofa. Það sé nauðsynlegt fyrir bæði neytendur og ferðaþjónustufyrirtæki að leysa þann vanda sem blasir við mörgum aðilum í ferðaþjónustu. Í yfirlýsingunni er vísað til þess að lögum samkvæmt er ferðaskrifstofum skylt að endurgreiða neytendum innan 14 daga vegna ferðar sem fellur niður sé gerð krafa um slíkt. Þær séu eini hlekkur ferðaþjónustunnar sem er bundinn af slíkri skyldu um endurgreiðslu og eins og staðan er nú geta margar þeirra ekki staðið undir því að endurgreiða sínum viðskiptavinum. Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um heimild ferðaskrifstofa til þess að afhenda inneign vegna pakkaferða í stað endurgreiðslu liggur nú inn í nefnd en í síðustu viku sagðist ráðherrann ekki bjartsýn á að frumvarpið yrði samþykkt. Samtökin segja löggjöfina sem nú er í gildi ekki taka á aðstæðum eins og þeim sem eru uppi núna og forsendur hennar því brostnar, enda eigi mörg fyrirtæki ekki lausafé til þess að endurgreiða. Evrópusambandið hefur hafnað hugmyndum á borð við þær að ferðaskrifstofum verði heimilt að endurgreiða með inneignarnótu en samtökin segja nauðsynlegt að grípa til sértækra aðgerða. „Fjölmörg Evrópuríki hafa gripið til aðgerða vegna vandans á þeim grundvelli. Margar þeirra aðgerða brjóta í bága við Evrópulöggjöfina, enda um fordæmalausar aðstæður að ræða sem löggjöfin nær ekki utan um.“ Samtökin segjast hafa átt í stöðugum samskiptum við stjórnvöld undanfarnar tíu vikur og lagt fram tillögur að mismunandi aðgerðum, sem séu útfærðar með hliðsjón af aðgerðum annarra Evrópuríkja. Engin fullkomin lausn sé í boði en samtökin hafi einnig átt í samskiptum við Neytendasamtökin og fundið þar fyrir samhljómi um mikilvægi lausnar á vandanum. „Ljóst er að eftir þrjá mánuði er tíminn til aðgerða nú á þrotum, lögsóknir gegn ferðaskrifstofum eru hafnar að fullum þunga og ljóst að hver dagur færir einstök fyrirtæki nú nær rekstrarstöðvun eða gjaldþroti.“
Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36
Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58