Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 22:43 Saksóknarar segjast hafa nægilega sterk sönnunargögn til þess að fullyrða að Madeleine sé látin en ekki nóg til þess að ákæra hinn 43 ára gamla Christian Brückner. AP/GETTY Rannsakendur í Þýskalandi segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. Saksóknarar gætu þó neyðst til þess að hætta rannsókn ef almenningur býr ekki yfir frekari upplýsingum um hvarf hennar. Þetta kemur fram á vef BBC þar sem er haft eftir þeim sem fara með rannsókn málsins að sönnunargögnin séu sannfærandi en ekki nóg til þess að höfða mál gegn hinum grunaða Christian Brückner. Brükcner er 43 ára þýskur fangi og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í Þýskalandi fyrir fíkniefnasölu en hann hafði einnig verið dæmdur fyrir nauðgun á bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf frá hótelherbergi sínu. Nauðgunin átti sér stað árið 2005. Í samtali við BBC segir Hans Christian Wolters, saksóknari í Braunschweig, að sönnunargögnin sem eru til staðar bendi til þess að hann hafi myrt Madeleine. Þó þau séu ekki nægilega sterk til þess að fara með þau fyrir dómstóla séu þau nægilega sannfærandi til þess að fullyrða að hún sé látin og að hann beri ábyrgð á því. „Maður þarf að vera hreinskilinn og vera tilbúinn að horfast í augu við það að rannsókn okkar gæti endað án þess að ákært verði í málinu, og að það endi líkt og önnur hafa,“ sagði Wolters sem kveðst þó vera bjartsýnn á að svo verði ekki. „Við erum bjartsýn á að það verði öðruvísi núna en svo það verði þurfum við frekari upplýsingar.“ Samhliða rannsókn á hvarfi Madeleine hefur lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Telja þau mögulegt að sami maður beri ábyrgð á hvarfi drengsins. Þá er hann einnig talinn geta tengst hvarfi hinnar fimm ára gömlu Ingu Gehrike sem hvarf árið 2015 í Þýskalandi. Stúlkan hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt og talið er að hún hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið. Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Rannsakendur í Þýskalandi segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. Saksóknarar gætu þó neyðst til þess að hætta rannsókn ef almenningur býr ekki yfir frekari upplýsingum um hvarf hennar. Þetta kemur fram á vef BBC þar sem er haft eftir þeim sem fara með rannsókn málsins að sönnunargögnin séu sannfærandi en ekki nóg til þess að höfða mál gegn hinum grunaða Christian Brückner. Brükcner er 43 ára þýskur fangi og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í Þýskalandi fyrir fíkniefnasölu en hann hafði einnig verið dæmdur fyrir nauðgun á bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf frá hótelherbergi sínu. Nauðgunin átti sér stað árið 2005. Í samtali við BBC segir Hans Christian Wolters, saksóknari í Braunschweig, að sönnunargögnin sem eru til staðar bendi til þess að hann hafi myrt Madeleine. Þó þau séu ekki nægilega sterk til þess að fara með þau fyrir dómstóla séu þau nægilega sannfærandi til þess að fullyrða að hún sé látin og að hann beri ábyrgð á því. „Maður þarf að vera hreinskilinn og vera tilbúinn að horfast í augu við það að rannsókn okkar gæti endað án þess að ákært verði í málinu, og að það endi líkt og önnur hafa,“ sagði Wolters sem kveðst þó vera bjartsýnn á að svo verði ekki. „Við erum bjartsýn á að það verði öðruvísi núna en svo það verði þurfum við frekari upplýsingar.“ Samhliða rannsókn á hvarfi Madeleine hefur lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Telja þau mögulegt að sami maður beri ábyrgð á hvarfi drengsins. Þá er hann einnig talinn geta tengst hvarfi hinnar fimm ára gömlu Ingu Gehrike sem hvarf árið 2015 í Þýskalandi. Stúlkan hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt og talið er að hún hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið.
Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13