Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2020 12:30 Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best. Í bréfi til foreldra frá Reykjavíkurborg var skýring á þessu sú að ytra mat á skólanum vantaði. Þegar borið var upp á borgina að þarna væri verið að brjóta jafnræðisregluna þá kemur ný skýring á þessari synjun. Sú skýring kom fram í grein sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði hér á visi.is. Ekki okkur að kenna Það að segja að þetta sé vegna þess að fé vanti frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga er eftirá skýring og sú númer tvö í röðinni, sú fyrri var það að ekki væri komið ytra mat á skólanum. Þegar skýringin um ytra mat var sögð brjóta jafnræðisregluna þá er þessu skellt á jöfnunarsjóð. Stærsta sveitarfélag landsins er að mismuna fötluðum börnum vegna skorts á fjármunum. Borgarstjóra finnst hugmyndin um bátastrætó of góð til þess að prófa hana ekki. En einhverf börn fá ekki þá þjónustu sem er best fyrir þau vegna þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga er ekki að standa sig í því að dæla peningum í borgarsjóð. Það er aum höfuðborg sem mismunar fötluðum börnum, aumar eftirá skýringar sem ekki standast lög. Því hér er verið að mismuna ekki bara vegna fjármuna heldur er verið að brjóta jafnræðisregluna. Foreldrar hafa kært Því hafa foreldrarnir kært þessa ákvörðun. Ég er algerlega sammála því sem kom fram í grein Diljár þar sem hún segir „Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið.“ Það er samt raunveruleikinn á því kerfi sem Viðreisn er að viðhalda, kerfið er ekkert annað en ákvarðanir þeirra sem stjórna og í þessu tilfelli er Viðreisn í meirihlutanum. Diljá situr í Skóla- og frístundaráði og það ættu því að vera hæg heimatökin að breyta kerfinu. Það hefur þó ekki gerst og hefur Reykjavíkurborg fengið á sig enn eina kæruna, núna vegna þess að þau hafa búið til kerfi sem er ekki fyrir fólkið. Öll kerfi eru mannanna verk í þessu tilfelli verk meirihlutans í Reykjavík og það er þeirra að breyta kerfinu. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir óskir um slíkt og ábyrgðinni varpað á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kæri meirihluti kerfið er ykkar, þið eruð að valda því að foreldrar fatlaðs barns hafa kært ykkar kerfi, þau hafa orðið að segja frá sinni baráttu opinberlega í þeirri veiku von að þið hlustið, ekki til þess að finna einhverja aðra til þess að varpa sökinni á. Hlustið og breytið kerfinu þannig að það sé ekki að mismuna fötluðum börnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best. Í bréfi til foreldra frá Reykjavíkurborg var skýring á þessu sú að ytra mat á skólanum vantaði. Þegar borið var upp á borgina að þarna væri verið að brjóta jafnræðisregluna þá kemur ný skýring á þessari synjun. Sú skýring kom fram í grein sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði hér á visi.is. Ekki okkur að kenna Það að segja að þetta sé vegna þess að fé vanti frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga er eftirá skýring og sú númer tvö í röðinni, sú fyrri var það að ekki væri komið ytra mat á skólanum. Þegar skýringin um ytra mat var sögð brjóta jafnræðisregluna þá er þessu skellt á jöfnunarsjóð. Stærsta sveitarfélag landsins er að mismuna fötluðum börnum vegna skorts á fjármunum. Borgarstjóra finnst hugmyndin um bátastrætó of góð til þess að prófa hana ekki. En einhverf börn fá ekki þá þjónustu sem er best fyrir þau vegna þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga er ekki að standa sig í því að dæla peningum í borgarsjóð. Það er aum höfuðborg sem mismunar fötluðum börnum, aumar eftirá skýringar sem ekki standast lög. Því hér er verið að mismuna ekki bara vegna fjármuna heldur er verið að brjóta jafnræðisregluna. Foreldrar hafa kært Því hafa foreldrarnir kært þessa ákvörðun. Ég er algerlega sammála því sem kom fram í grein Diljár þar sem hún segir „Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið.“ Það er samt raunveruleikinn á því kerfi sem Viðreisn er að viðhalda, kerfið er ekkert annað en ákvarðanir þeirra sem stjórna og í þessu tilfelli er Viðreisn í meirihlutanum. Diljá situr í Skóla- og frístundaráði og það ættu því að vera hæg heimatökin að breyta kerfinu. Það hefur þó ekki gerst og hefur Reykjavíkurborg fengið á sig enn eina kæruna, núna vegna þess að þau hafa búið til kerfi sem er ekki fyrir fólkið. Öll kerfi eru mannanna verk í þessu tilfelli verk meirihlutans í Reykjavík og það er þeirra að breyta kerfinu. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir óskir um slíkt og ábyrgðinni varpað á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kæri meirihluti kerfið er ykkar, þið eruð að valda því að foreldrar fatlaðs barns hafa kært ykkar kerfi, þau hafa orðið að segja frá sinni baráttu opinberlega í þeirri veiku von að þið hlustið, ekki til þess að finna einhverja aðra til þess að varpa sökinni á. Hlustið og breytið kerfinu þannig að það sé ekki að mismuna fötluðum börnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun