Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2020 12:30 Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best. Í bréfi til foreldra frá Reykjavíkurborg var skýring á þessu sú að ytra mat á skólanum vantaði. Þegar borið var upp á borgina að þarna væri verið að brjóta jafnræðisregluna þá kemur ný skýring á þessari synjun. Sú skýring kom fram í grein sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði hér á visi.is. Ekki okkur að kenna Það að segja að þetta sé vegna þess að fé vanti frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga er eftirá skýring og sú númer tvö í röðinni, sú fyrri var það að ekki væri komið ytra mat á skólanum. Þegar skýringin um ytra mat var sögð brjóta jafnræðisregluna þá er þessu skellt á jöfnunarsjóð. Stærsta sveitarfélag landsins er að mismuna fötluðum börnum vegna skorts á fjármunum. Borgarstjóra finnst hugmyndin um bátastrætó of góð til þess að prófa hana ekki. En einhverf börn fá ekki þá þjónustu sem er best fyrir þau vegna þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga er ekki að standa sig í því að dæla peningum í borgarsjóð. Það er aum höfuðborg sem mismunar fötluðum börnum, aumar eftirá skýringar sem ekki standast lög. Því hér er verið að mismuna ekki bara vegna fjármuna heldur er verið að brjóta jafnræðisregluna. Foreldrar hafa kært Því hafa foreldrarnir kært þessa ákvörðun. Ég er algerlega sammála því sem kom fram í grein Diljár þar sem hún segir „Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið.“ Það er samt raunveruleikinn á því kerfi sem Viðreisn er að viðhalda, kerfið er ekkert annað en ákvarðanir þeirra sem stjórna og í þessu tilfelli er Viðreisn í meirihlutanum. Diljá situr í Skóla- og frístundaráði og það ættu því að vera hæg heimatökin að breyta kerfinu. Það hefur þó ekki gerst og hefur Reykjavíkurborg fengið á sig enn eina kæruna, núna vegna þess að þau hafa búið til kerfi sem er ekki fyrir fólkið. Öll kerfi eru mannanna verk í þessu tilfelli verk meirihlutans í Reykjavík og það er þeirra að breyta kerfinu. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir óskir um slíkt og ábyrgðinni varpað á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kæri meirihluti kerfið er ykkar, þið eruð að valda því að foreldrar fatlaðs barns hafa kært ykkar kerfi, þau hafa orðið að segja frá sinni baráttu opinberlega í þeirri veiku von að þið hlustið, ekki til þess að finna einhverja aðra til þess að varpa sökinni á. Hlustið og breytið kerfinu þannig að það sé ekki að mismuna fötluðum börnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best. Í bréfi til foreldra frá Reykjavíkurborg var skýring á þessu sú að ytra mat á skólanum vantaði. Þegar borið var upp á borgina að þarna væri verið að brjóta jafnræðisregluna þá kemur ný skýring á þessari synjun. Sú skýring kom fram í grein sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði hér á visi.is. Ekki okkur að kenna Það að segja að þetta sé vegna þess að fé vanti frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga er eftirá skýring og sú númer tvö í röðinni, sú fyrri var það að ekki væri komið ytra mat á skólanum. Þegar skýringin um ytra mat var sögð brjóta jafnræðisregluna þá er þessu skellt á jöfnunarsjóð. Stærsta sveitarfélag landsins er að mismuna fötluðum börnum vegna skorts á fjármunum. Borgarstjóra finnst hugmyndin um bátastrætó of góð til þess að prófa hana ekki. En einhverf börn fá ekki þá þjónustu sem er best fyrir þau vegna þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga er ekki að standa sig í því að dæla peningum í borgarsjóð. Það er aum höfuðborg sem mismunar fötluðum börnum, aumar eftirá skýringar sem ekki standast lög. Því hér er verið að mismuna ekki bara vegna fjármuna heldur er verið að brjóta jafnræðisregluna. Foreldrar hafa kært Því hafa foreldrarnir kært þessa ákvörðun. Ég er algerlega sammála því sem kom fram í grein Diljár þar sem hún segir „Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið.“ Það er samt raunveruleikinn á því kerfi sem Viðreisn er að viðhalda, kerfið er ekkert annað en ákvarðanir þeirra sem stjórna og í þessu tilfelli er Viðreisn í meirihlutanum. Diljá situr í Skóla- og frístundaráði og það ættu því að vera hæg heimatökin að breyta kerfinu. Það hefur þó ekki gerst og hefur Reykjavíkurborg fengið á sig enn eina kæruna, núna vegna þess að þau hafa búið til kerfi sem er ekki fyrir fólkið. Öll kerfi eru mannanna verk í þessu tilfelli verk meirihlutans í Reykjavík og það er þeirra að breyta kerfinu. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir óskir um slíkt og ábyrgðinni varpað á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kæri meirihluti kerfið er ykkar, þið eruð að valda því að foreldrar fatlaðs barns hafa kært ykkar kerfi, þau hafa orðið að segja frá sinni baráttu opinberlega í þeirri veiku von að þið hlustið, ekki til þess að finna einhverja aðra til þess að varpa sökinni á. Hlustið og breytið kerfinu þannig að það sé ekki að mismuna fötluðum börnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun