Áhersla á smærri hverfishátíðir í Kópavogi Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 14:23 Frá hátíðarhöldum í Kópavogi árið 2017. Aðsend Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Dagskrá hátíðarhalda hefst með 17. Júní hlaupi Breiðabliks sem ætlað er börnum í 1.-6. bekk. Bílalestir með Línu Langsokki, Ronju Ræningjadóttur, Skólahljómsveit Kópavogs, leikhópnum Lottu innanborðs munu ferðast um bæinn milli 12:00 og 14:00 en þá verða nýstúdentar og fjallkonur einnig á ferðinni í bílalestunum. Hverfishátíðar verða haldnar við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn og verður þar boðið upp á skemmtiatriði og ókeypis leiktæki frá 14:00 til 16:00. Dagskrá verður við Menningarhúsin í Kópavogi 13-16, Bókasafn, Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn verða opin til 17 og klukkutíma síðar lokar Sundlaug Kópavogs. „Við ætlum að kynna skemmtiatriðin á hverfishátíðunum þegar nær dregur og hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogur 17. júní Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Dagskrá hátíðarhalda hefst með 17. Júní hlaupi Breiðabliks sem ætlað er börnum í 1.-6. bekk. Bílalestir með Línu Langsokki, Ronju Ræningjadóttur, Skólahljómsveit Kópavogs, leikhópnum Lottu innanborðs munu ferðast um bæinn milli 12:00 og 14:00 en þá verða nýstúdentar og fjallkonur einnig á ferðinni í bílalestunum. Hverfishátíðar verða haldnar við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn og verður þar boðið upp á skemmtiatriði og ókeypis leiktæki frá 14:00 til 16:00. Dagskrá verður við Menningarhúsin í Kópavogi 13-16, Bókasafn, Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn verða opin til 17 og klukkutíma síðar lokar Sundlaug Kópavogs. „Við ætlum að kynna skemmtiatriðin á hverfishátíðunum þegar nær dregur og hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.
Kópavogur 17. júní Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira