„Af hverju segirðu alltaf ósatt Guðni? Af hverju lýgurðu að þjóðinni?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 23:08 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Sigurjón „Af hverju segirðu alltaf ósatt Guðni? Af hverju lýgurðu að þjóðinni?“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í kappræðum sem haldnar voru á Stöð 2 nú í kvöld. Umræðurnar höfðu beinst að því hvað frambjóðendur hygðust eyða miklu fjármagni í sína kosningabaráttu og hafði Guðni svarað því að hans barátta velti á einni til tveimur milljónum króna. Guðmundur sagði að hans kosningabarátta yrði rekin á frjálsum framlögum og hans eigin fé. „Hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að eyða krónu í sinni kosningabaráttu.“ Þá var Guðmundi bent á að Guðni hefði sagt eina til tvær milljónir. „Nei, hann sagði í yfirlýsingu áður en hann kom í þáttinn að hann ætlaði ekki að eyða krónu!“ „Nei,“ kallaði forsetinn þá fram í. „Af hverju segirðu alltaf ósatt Guðni? Af hverju lýgurðu að þjóðinni?“ spurði Guðmundur Franklín. „Hann var að spyrja um auglýsingar á fésbók!“ svaraði Guðni þá aftur. Guðmundur endaði svo á því að segjast ætla að eyða fimm milljónum króna í baráttuna eftir nokkur framíköll. Guðmundur Franklín segist vilja skerða laun forseta um helming.Vísir/Sigurjón Guðni taldi þó rétt að árétta að upplýsingarnar um að hann hygðist ekki eyða krónu kæmu ekki frá honum sjálfum. „Guðmundur, hann heitir Sveinn Waage sem var í viðtali, var það ekki vísir.is nú man ég það ekki, hann var spurður um það eða hann að minnsta kosti túlkaði það þannig hvað við ætluðum að eyða í auglýsingar á samfélagsmiðlum og hann sagði ekki krónu. Auðvitað kostar eitthvað að vera í framboði til forseta Íslands! Þannig að ég var aldrei spurður eins eða neins um þetta eins og þú hlýtur að geta sætt þig við núna,“ sagði Guðni. „Nei,“ svaraði Guðmundur þá. „Nei, veistu alls ekki. Vegna þess að ég tek ekki orð þín markanleg. Í mörgum málum. Og þetta er alls ekki drengileg kosningabarátta bara svo þú vitir af því.“ Umræðurnar voru heldur líflegar og var það meðal annars rætt hvort forseti ætti að beita sér fyrir því að lög yrðu sett fram á Alþingi. „Mér finnst að forseti eigi að sýna fordæmi, lækka launin sín um helming og fá til þess einhvern samstarfsflokk á Alþingi eða samstarfsmann, sem vill gera það með forseta. Ég er að tala um að setja lög um forsetaembættið, ég er ekki að tala um að setja lög út í loftið.“ Einhver sérstakur flokkur sem þú hefur þar í huga? „Ert þú með einhvern í huga?“ spurði Guðmundur á móti. „Þú ert svo hrifinn af Repúblikönunum í Bandaríkjunum, þeir eru ekki á þingi þú veist það.“ „Þú ert endalaust að spyrja mig út í loftið einhverra spurninga! Ég er algerlega óflokksbundinn, ég er þverpólitískur og það bara kemur í ljós,“ svaraði Guðmundur. Spyrlar þáttarins vísuðu til þess að í könnun sem gerð var á vegu Stöðvar 2 og Maskínu hverrar niðurstöður voru birtar fyrr í kvöld kom fram að helst sækti Guðmundur stuðning sinn til þeirra sem hygðust kjósa Miðflokkinn ef Alþingiskosningar yrðu haldnar nú. Þá væri spurningin sú hvort hann hefði út frá því einhvern ákveðinn flokk í huga. „Nei, ég hef engan ákveðinn flokk í huga.“ „Þú ert sem sagt glóbalisti líka!“ Þá var spurt út í það hvort forseti ætti að taka einn flokk fram fyrir annan þegar kæmi til stjórnarmyndunar eftir næstu Alþingiskosningar. „Mér finnst að sigurvegari kosninganna eigi að fá fyrsta mögulega sénsinn.“ Það ætti ekki endilega við þann flokk sem hefði fengið flest atkvæði heldur þann flokk sem væri „alger sigurvegari kosninganna.“ „Það fer ekki á milli mála, ef það kemur nýr flokkur inn, hann sigrar, fær 15-20 prósent, þá er hann sigurvegari. Við vitum það í þessu litla landi. Það sem ég myndi setja sem skilyrði að þeir sem myndu mynda ríkisstjórn yrðu að efna kosningaloforð sín á fyrsta árinu við stjórnvölinn.“ Guðni sagði að forseti skyldi einblína á það að leiðtogar á Alþingi skyldu það að forseti væri hlutlægur þegar kæmi að stjórnarmyndunarviðræðum. Mikilvægt væri að forseti stuðlaði að því að hér væri mynduð starfhæf ríkisstjórn að loknum kosningum eða eftir stjórnarslit. „Ég tek ekki afstöðu til inngöngu Íslands í ESB, með eða á móti, á meðan ég gegni þessu embætti. Það er fólkið í landinu sem á að ráða og það er ekki sótt um aðild að ESB frá Bessastöðum. „Ég er Evrópusinni, alþjóðasinni,“ svaraði Guðni Th. þegar Guðmundur Franklín sagði hann ESB sinna. „Alþjóðasinni! Þú ert sem sagt glóbalisti líka!“ kallaði Guðmundur Franklín til baka. Þáttastjórnendur þurftu að grípa nokkrum sinnum inn í á meðan á þættinum stóð.Vísir/Sigurjón Síðar í þættinum spurði Guðmundur Guðna hvort hann hygðist stöðva sölu Landsvirkjunar. „Fyrsta grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands er svo hljóðandi: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það er ekki í verkahring forseta að hlutast til um sértækar aðgerðir ríkisstjórnar eða ákvarðanir meirihluta þingheims, eða minnihluta ef út í það er farið. Viljir þú breyta stjórnarfarinu þannig að það verði eins og í Bandaríkjunum þá þarftu fyrst að breyta stjórnarskrá. Forseti er ekki í þeirri stöðu sjáðu til að vega og meta ákveðnar aðgerðir ríkisstjórnar hverju sinni, leggja dóm á þær og hóta að grípa fram í. Þannig virkar það ekki á Íslandi.“ „Það er mikill munur þá á okkur, því það myndi ég gera hiklaust,“ svaraði Guðmundur. „Þá verðurðu bara að flytja til Bandaríkjanna Guðmundur,“ svaraði forsetinn. „Þetta Bandaríkjablæti í ykkur báðum er nú orðið svolítið þreytandi,“ svaraði Guðmundur þá og beindi svari sínu til Guðna og annars spyrlanna sem hafði spurt Guðmund að því fyrr í þættinum hvort hann liti ekki upp til Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Af hverju segirðu alltaf ósatt Guðni? Af hverju lýgurðu að þjóðinni?“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í kappræðum sem haldnar voru á Stöð 2 nú í kvöld. Umræðurnar höfðu beinst að því hvað frambjóðendur hygðust eyða miklu fjármagni í sína kosningabaráttu og hafði Guðni svarað því að hans barátta velti á einni til tveimur milljónum króna. Guðmundur sagði að hans kosningabarátta yrði rekin á frjálsum framlögum og hans eigin fé. „Hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að eyða krónu í sinni kosningabaráttu.“ Þá var Guðmundi bent á að Guðni hefði sagt eina til tvær milljónir. „Nei, hann sagði í yfirlýsingu áður en hann kom í þáttinn að hann ætlaði ekki að eyða krónu!“ „Nei,“ kallaði forsetinn þá fram í. „Af hverju segirðu alltaf ósatt Guðni? Af hverju lýgurðu að þjóðinni?“ spurði Guðmundur Franklín. „Hann var að spyrja um auglýsingar á fésbók!“ svaraði Guðni þá aftur. Guðmundur endaði svo á því að segjast ætla að eyða fimm milljónum króna í baráttuna eftir nokkur framíköll. Guðmundur Franklín segist vilja skerða laun forseta um helming.Vísir/Sigurjón Guðni taldi þó rétt að árétta að upplýsingarnar um að hann hygðist ekki eyða krónu kæmu ekki frá honum sjálfum. „Guðmundur, hann heitir Sveinn Waage sem var í viðtali, var það ekki vísir.is nú man ég það ekki, hann var spurður um það eða hann að minnsta kosti túlkaði það þannig hvað við ætluðum að eyða í auglýsingar á samfélagsmiðlum og hann sagði ekki krónu. Auðvitað kostar eitthvað að vera í framboði til forseta Íslands! Þannig að ég var aldrei spurður eins eða neins um þetta eins og þú hlýtur að geta sætt þig við núna,“ sagði Guðni. „Nei,“ svaraði Guðmundur þá. „Nei, veistu alls ekki. Vegna þess að ég tek ekki orð þín markanleg. Í mörgum málum. Og þetta er alls ekki drengileg kosningabarátta bara svo þú vitir af því.“ Umræðurnar voru heldur líflegar og var það meðal annars rætt hvort forseti ætti að beita sér fyrir því að lög yrðu sett fram á Alþingi. „Mér finnst að forseti eigi að sýna fordæmi, lækka launin sín um helming og fá til þess einhvern samstarfsflokk á Alþingi eða samstarfsmann, sem vill gera það með forseta. Ég er að tala um að setja lög um forsetaembættið, ég er ekki að tala um að setja lög út í loftið.“ Einhver sérstakur flokkur sem þú hefur þar í huga? „Ert þú með einhvern í huga?“ spurði Guðmundur á móti. „Þú ert svo hrifinn af Repúblikönunum í Bandaríkjunum, þeir eru ekki á þingi þú veist það.“ „Þú ert endalaust að spyrja mig út í loftið einhverra spurninga! Ég er algerlega óflokksbundinn, ég er þverpólitískur og það bara kemur í ljós,“ svaraði Guðmundur. Spyrlar þáttarins vísuðu til þess að í könnun sem gerð var á vegu Stöðvar 2 og Maskínu hverrar niðurstöður voru birtar fyrr í kvöld kom fram að helst sækti Guðmundur stuðning sinn til þeirra sem hygðust kjósa Miðflokkinn ef Alþingiskosningar yrðu haldnar nú. Þá væri spurningin sú hvort hann hefði út frá því einhvern ákveðinn flokk í huga. „Nei, ég hef engan ákveðinn flokk í huga.“ „Þú ert sem sagt glóbalisti líka!“ Þá var spurt út í það hvort forseti ætti að taka einn flokk fram fyrir annan þegar kæmi til stjórnarmyndunar eftir næstu Alþingiskosningar. „Mér finnst að sigurvegari kosninganna eigi að fá fyrsta mögulega sénsinn.“ Það ætti ekki endilega við þann flokk sem hefði fengið flest atkvæði heldur þann flokk sem væri „alger sigurvegari kosninganna.“ „Það fer ekki á milli mála, ef það kemur nýr flokkur inn, hann sigrar, fær 15-20 prósent, þá er hann sigurvegari. Við vitum það í þessu litla landi. Það sem ég myndi setja sem skilyrði að þeir sem myndu mynda ríkisstjórn yrðu að efna kosningaloforð sín á fyrsta árinu við stjórnvölinn.“ Guðni sagði að forseti skyldi einblína á það að leiðtogar á Alþingi skyldu það að forseti væri hlutlægur þegar kæmi að stjórnarmyndunarviðræðum. Mikilvægt væri að forseti stuðlaði að því að hér væri mynduð starfhæf ríkisstjórn að loknum kosningum eða eftir stjórnarslit. „Ég tek ekki afstöðu til inngöngu Íslands í ESB, með eða á móti, á meðan ég gegni þessu embætti. Það er fólkið í landinu sem á að ráða og það er ekki sótt um aðild að ESB frá Bessastöðum. „Ég er Evrópusinni, alþjóðasinni,“ svaraði Guðni Th. þegar Guðmundur Franklín sagði hann ESB sinna. „Alþjóðasinni! Þú ert sem sagt glóbalisti líka!“ kallaði Guðmundur Franklín til baka. Þáttastjórnendur þurftu að grípa nokkrum sinnum inn í á meðan á þættinum stóð.Vísir/Sigurjón Síðar í þættinum spurði Guðmundur Guðna hvort hann hygðist stöðva sölu Landsvirkjunar. „Fyrsta grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands er svo hljóðandi: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það er ekki í verkahring forseta að hlutast til um sértækar aðgerðir ríkisstjórnar eða ákvarðanir meirihluta þingheims, eða minnihluta ef út í það er farið. Viljir þú breyta stjórnarfarinu þannig að það verði eins og í Bandaríkjunum þá þarftu fyrst að breyta stjórnarskrá. Forseti er ekki í þeirri stöðu sjáðu til að vega og meta ákveðnar aðgerðir ríkisstjórnar hverju sinni, leggja dóm á þær og hóta að grípa fram í. Þannig virkar það ekki á Íslandi.“ „Það er mikill munur þá á okkur, því það myndi ég gera hiklaust,“ svaraði Guðmundur. „Þá verðurðu bara að flytja til Bandaríkjanna Guðmundur,“ svaraði forsetinn. „Þetta Bandaríkjablæti í ykkur báðum er nú orðið svolítið þreytandi,“ svaraði Guðmundur þá og beindi svari sínu til Guðna og annars spyrlanna sem hafði spurt Guðmund að því fyrr í þættinum hvort hann liti ekki upp til Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira