Segir að Óli Jó og Rúnar Páll séu ekki sammála: „Heyri að annar segi hægri og hinn vinstri“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 09:30 Úr umræðuþættinum á miðvikudagskvöldið var. vísir/s2s Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira