Segir að Óli Jó og Rúnar Páll séu ekki sammála: „Heyri að annar segi hægri og hinn vinstri“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 09:30 Úr umræðuþættinum á miðvikudagskvöldið var. vísir/s2s Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira