Topp 5 í kvöld: Kjartan Henry, Gary Martin og Óskar Örn segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2020 13:15 Óskar Örn Hauksson er leikja- og markahæsti KR-ingurinn í efstu deild. vísir/bára Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira