Innlent

Hnuplaði barnaolíu og barnapúðri úr verslun í Njarðvík

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum.
Lögreglan á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm

Fingralangur aðili var handsamaður í verslun í Njarðvík í gær en lögreglu hafði borist tilkynning um þjófnað úr versluninni.

Þegar lögreglu bar að garði var sá fingralangi enn í versluninni en hann hafði þá hnuplað nokkrum hlutum, þar á meðal barnaolíu og barnapúðri. Við gerð vettvangsskýrslu játaði aðilinn verknaðinn.

Þá stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum ökumenn undir áhrifum fjögurra mismunandi fíkniefna í gærkvöldi. Ökumaðurinn játaði að vera undir áhrifum fíkniefna en nokkrir aðrir ökumenn voru teknir úr umferð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum vegna fíkniefna. Þar á meðal var maður sem virtist vera með amfetamín í fórum sínum.

Þá var karlmaður handtekinn en hann var eftirlýstur og átti að færa hann fyrir dómara. Talið er að hann hafi verið með fíkniefni meðferðis í dós þegar hann var handtekinn en við handtökuna fleygði hann dósinni frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×