Heita því að byggja upp öflugri her Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2020 15:21 KIm Jong Un og Donald Trump í Singapúr árið 2018. Photo/Evan Vucci Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. Þá skiluðu fundir Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, engum árangri í að bæta samskipti ríkjanna. Þetta sagði Ri Son Gwon, utanríkisráðherra Norður-Kóreu í morgun. Ri sagði einnig að Kóreumenn myndu aldrei aftur senda Trump pakka sem hann gæti notað til að stæra sig af meintum afrekum sínum. Yfirlýsing Ri var birt á vef KCNA, opinbers miðils Norður-Kóreu. Í þeirri yfirlýsingu sagði Ri að vonir um bætt samskipti NorðurKóreu og Bandaríkjanna hefðu ekki ræst. Þvert á móti hefði staðan versnað og það þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar Norður-Kóreu. Ri vísar meðal annars til þess að tilraunastöð fyrir kjarnorkuvopn hafi verið lokað og líkamsleifar bandarískra hermanna sendar til Bandaríkjanna. Þar að auki segir hann að Norður-Kórea hafi hætt tilraunum á kjarnorkuvopnum og eldflaugum um tíma. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við loforð sín. Trump og Kim skrifuðu á sínum tíma yfir óljósa yfirlýsingu sem sitthvorir aðilarnir hafa túlkað mismunandi. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Þá segir Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að Norður-Kórea hafi alls ekki stöðvað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, eins og þeir hafa haldið fram. Kim-liðar hafa viljað losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir áður en þeir grípa til aðgerða varðandi þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Ríkisstjórn Donald Trump hefur hins vegar sagt það ekki koma til greina. Fyrst þurfi Kóreumenn í það minnsta að taka skref í átt að afvopnun. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. Þá skiluðu fundir Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, engum árangri í að bæta samskipti ríkjanna. Þetta sagði Ri Son Gwon, utanríkisráðherra Norður-Kóreu í morgun. Ri sagði einnig að Kóreumenn myndu aldrei aftur senda Trump pakka sem hann gæti notað til að stæra sig af meintum afrekum sínum. Yfirlýsing Ri var birt á vef KCNA, opinbers miðils Norður-Kóreu. Í þeirri yfirlýsingu sagði Ri að vonir um bætt samskipti NorðurKóreu og Bandaríkjanna hefðu ekki ræst. Þvert á móti hefði staðan versnað og það þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar Norður-Kóreu. Ri vísar meðal annars til þess að tilraunastöð fyrir kjarnorkuvopn hafi verið lokað og líkamsleifar bandarískra hermanna sendar til Bandaríkjanna. Þar að auki segir hann að Norður-Kórea hafi hætt tilraunum á kjarnorkuvopnum og eldflaugum um tíma. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við loforð sín. Trump og Kim skrifuðu á sínum tíma yfir óljósa yfirlýsingu sem sitthvorir aðilarnir hafa túlkað mismunandi. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Þá segir Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að Norður-Kórea hafi alls ekki stöðvað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, eins og þeir hafa haldið fram. Kim-liðar hafa viljað losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir áður en þeir grípa til aðgerða varðandi þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Ríkisstjórn Donald Trump hefur hins vegar sagt það ekki koma til greina. Fyrst þurfi Kóreumenn í það minnsta að taka skref í átt að afvopnun.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00
Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38
Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00
Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16