Hervæðing bandarísku lögreglunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2020 19:00 Þessir lögreglumenn í Orlando beittu táragasi gegn mótmælendum á dögunum. AP/Joe Burbank Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira