Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2020 19:43 Bolton (t.v.) og Trump skildu ekki í góðu í september í fyrra. Í nýrri bók sem er væntanleg er Bolton sagður ætla að lýsa því hvernig eigin hagsmunir Trump hafi legið að baki flestum ákvörðunum hans sem einhverju máli skipti í utanríkismálum. Vísir/EPA Endurkjör var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Hann telur að demókratar hafi hlaupið á sig með því kæra Trump aðeins fyrir embættisbrot sem tengdust þvingunum forsetans gegn Úkraínu. Í tilkynningu frá útgefanda nýrrar bókar Bolton um upplifun hans af Hvíta húsinu kemur fram að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn lýsi því hvernig „óstöðug og tvístruð ákvarðanataka“ Trump hafi frekar stýrst af hvað yki möguleika hans á endurkjöri en þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég á bágt með að finna nokkra veigamikla ákvörðun Trump í minni tíð sem réðst ekki af undirhyggju um endurkjör,“ skrifar Bolton í bókinni, að sögn Simon & Schuster, útgefandans. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra. Tvennum sögum fer af brotthvarfi hans. Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Þó liggur fyrir að mönnunum tveimur greindi á um þýðingarmikil utanríkismál, þar á meðal um Norður-Kóreu og Íran. Mistök að einblína á Úkraínu í kærunni í þinginu Trump var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vetur. Hann var talinn hafa misnotað vald sitt með því að halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu til þess að knýja þarlend stjórnvöld til þess að rannsaka pólitískan keppinaut hans, Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden var þá talinn líklegasti mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum á þessu ári og hefur það gengið eftir. Þegar öldungadeild Bandaríkjaþings fjallaði um kæru fulltrúadeildarinnar á hendur Trump lét Bolton vita af því að hann gæti búið yfir upplýsingum sem hefðu þýðingu fyrir málið. Engin vitni voru þó kölluð fyrir við réttarhöldin og Bolton þagði um það sem hann taldi skipta máli. Washington Post segir að í bókinni saki Bolton demókrata á Bandaríkjaþingi um að hafa framið „afglöp“ þegar þeir kærðu Trump fyrir embættisbrot. Það hafi þeir gert með því að einblína aðeins á Úkraínu við rannsókn málsins. „Brot Trump líkt og í tilfelli Úkraínu voru til staðar um allt sviðið í utanríkisstefnu hans og Bolton skrásetur nákvæmlega hver þau voru og tilraunir hans og annarra í ríkisstjórninni til þess að vekja athygli á þeim,“ segir í tilkynningu útgefandans. Til stendur að gefa út bókina 23. júní þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi krafist frekari breytinga á henni. Lögmaður Bolton hefur sakað Hvíta húsið um að bera fyrir sig þjóðaröryggi til þess að reyna að ritskoða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafann. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41 Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Endurkjör var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Hann telur að demókratar hafi hlaupið á sig með því kæra Trump aðeins fyrir embættisbrot sem tengdust þvingunum forsetans gegn Úkraínu. Í tilkynningu frá útgefanda nýrrar bókar Bolton um upplifun hans af Hvíta húsinu kemur fram að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn lýsi því hvernig „óstöðug og tvístruð ákvarðanataka“ Trump hafi frekar stýrst af hvað yki möguleika hans á endurkjöri en þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég á bágt með að finna nokkra veigamikla ákvörðun Trump í minni tíð sem réðst ekki af undirhyggju um endurkjör,“ skrifar Bolton í bókinni, að sögn Simon & Schuster, útgefandans. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra. Tvennum sögum fer af brotthvarfi hans. Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Þó liggur fyrir að mönnunum tveimur greindi á um þýðingarmikil utanríkismál, þar á meðal um Norður-Kóreu og Íran. Mistök að einblína á Úkraínu í kærunni í þinginu Trump var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vetur. Hann var talinn hafa misnotað vald sitt með því að halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu til þess að knýja þarlend stjórnvöld til þess að rannsaka pólitískan keppinaut hans, Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden var þá talinn líklegasti mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum á þessu ári og hefur það gengið eftir. Þegar öldungadeild Bandaríkjaþings fjallaði um kæru fulltrúadeildarinnar á hendur Trump lét Bolton vita af því að hann gæti búið yfir upplýsingum sem hefðu þýðingu fyrir málið. Engin vitni voru þó kölluð fyrir við réttarhöldin og Bolton þagði um það sem hann taldi skipta máli. Washington Post segir að í bókinni saki Bolton demókrata á Bandaríkjaþingi um að hafa framið „afglöp“ þegar þeir kærðu Trump fyrir embættisbrot. Það hafi þeir gert með því að einblína aðeins á Úkraínu við rannsókn málsins. „Brot Trump líkt og í tilfelli Úkraínu voru til staðar um allt sviðið í utanríkisstefnu hans og Bolton skrásetur nákvæmlega hver þau voru og tilraunir hans og annarra í ríkisstjórninni til þess að vekja athygli á þeim,“ segir í tilkynningu útgefandans. Til stendur að gefa út bókina 23. júní þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi krafist frekari breytinga á henni. Lögmaður Bolton hefur sakað Hvíta húsið um að bera fyrir sig þjóðaröryggi til þess að reyna að ritskoða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41 Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57
Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41
Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49