Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 23:02 Ný flugstöð Reykjavíkurflugvallar, samkvæmt teikningu sem Air Iceland Connect lét gera og áformað er að Isavia taki yfir. Mynd/Kurtogpí. Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það hafa einkum þrjár staðsetningar verið ræddar fyrir nýja flugstöð; austan við afgreiðslu Flugfélagsins, við Loftleiðahótelið og við Umferðamiðstöðina. Núna stefnir í þá niðurstöðu hún verði reist á sama stað og gamla Flugfélagsbyggingin, sem verði rifin. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þessi kostur, að endurbyggja á sama stað, er að okkar mati bestur og áhugavert tækifæri til að koma framkvæmdinni bara strax af stað og að ganga um leið frá öllu umhverfinu, bílastæðum og slíku í leiðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Air Iceland Connect hafði látið teikna flugstöð en samgönguráðherra og fjármálaráðherra kynntu ríkisstjórn þá hugmynd að Isavia tæki yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði um 1.600 fermetrar að stærð, nokkru stærri en Flugfélagsafgreiðslan. Þar yrðu sæti fyrir 150-200 manns. Einnig yrði aðstaða til að framkvæma öryggisleit, vegabréfaskoðun og tollafgreiðslu fyrir millilandaflug.Mynd/Kurtogpí. „Flugfélagið var komið með framkvæmdaleyfi í raun frá Reykjavíkurborg og við vonumst til að geta yfirtekið það framkvæmdaleyfi. Þá gæti, þegar samningar liggja fyrir - væri hægt að bjóða þetta út - og vonandi bara helst á þessu ári - og spíta þannig inn í meiri atvinnusköpun og meiri tækifæri. Og auðvitað þessa nauðsynlegu uppbyggingu þarna á staðnum,“ segir ráðherrann. Flugstöðin myndi þjóna bæði Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni, sem og öðrum flugfélögum sem þess óska.Mynd/Kurtogpí. Flugstöðin yrði byggð í áföngum, og flugafgreiðslu haldið gangandi á meðan. Gert er ráð fyrir að allt innanlandsflug verði í húsinu sem og takmarkað millilandaflug og að leigutekjur og bílastæðagjöld standi undir kostnaði. „Og verði svona sjálfbær fjárfesting. Og með því að taka bílastæðin með og undir þá sjáum við fyrir okkur að það gæti vel orðið þannig. Heildarkostnaður er kannski ekki nákvæmur en ég myndi trúa að þetta yrði í kringum milljarður,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það hafa einkum þrjár staðsetningar verið ræddar fyrir nýja flugstöð; austan við afgreiðslu Flugfélagsins, við Loftleiðahótelið og við Umferðamiðstöðina. Núna stefnir í þá niðurstöðu hún verði reist á sama stað og gamla Flugfélagsbyggingin, sem verði rifin. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þessi kostur, að endurbyggja á sama stað, er að okkar mati bestur og áhugavert tækifæri til að koma framkvæmdinni bara strax af stað og að ganga um leið frá öllu umhverfinu, bílastæðum og slíku í leiðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Air Iceland Connect hafði látið teikna flugstöð en samgönguráðherra og fjármálaráðherra kynntu ríkisstjórn þá hugmynd að Isavia tæki yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði um 1.600 fermetrar að stærð, nokkru stærri en Flugfélagsafgreiðslan. Þar yrðu sæti fyrir 150-200 manns. Einnig yrði aðstaða til að framkvæma öryggisleit, vegabréfaskoðun og tollafgreiðslu fyrir millilandaflug.Mynd/Kurtogpí. „Flugfélagið var komið með framkvæmdaleyfi í raun frá Reykjavíkurborg og við vonumst til að geta yfirtekið það framkvæmdaleyfi. Þá gæti, þegar samningar liggja fyrir - væri hægt að bjóða þetta út - og vonandi bara helst á þessu ári - og spíta þannig inn í meiri atvinnusköpun og meiri tækifæri. Og auðvitað þessa nauðsynlegu uppbyggingu þarna á staðnum,“ segir ráðherrann. Flugstöðin myndi þjóna bæði Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni, sem og öðrum flugfélögum sem þess óska.Mynd/Kurtogpí. Flugstöðin yrði byggð í áföngum, og flugafgreiðslu haldið gangandi á meðan. Gert er ráð fyrir að allt innanlandsflug verði í húsinu sem og takmarkað millilandaflug og að leigutekjur og bílastæðagjöld standi undir kostnaði. „Og verði svona sjálfbær fjárfesting. Og með því að taka bílastæðin með og undir þá sjáum við fyrir okkur að það gæti vel orðið þannig. Heildarkostnaður er kannski ekki nákvæmur en ég myndi trúa að þetta yrði í kringum milljarður,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45