Lið Birkis Bjarna í mál við Balotelli og umboðsmann hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 11:30 Balotelli, sem bar fyrirliðaband Brescia fyrr á þessu ári, virðist ekki eiga framtíð hjá félaginu. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Brescia, lið Birkis Bjarnasonar í ítölsku úrvalsdeildinni, ætlar að höfða mál gegn ítalska framherjanum Mario Balotelli og umboðsmanni hans Mino Raiola vegna lyga þess síðarnefnda. Raiola ku hafa logið því að Brescia hafi hreinlega neitað að skima fyrir kórónuveirunni hjá Balotelli. Sagði hann í vikunni að félagið væri að mismuna leikmanninum þar sem allir aðrir leikmenn Brescia hefðu verið skimaðir. Þá birti Balotelli færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði slíkt hið sama og Raiola. Félagið vísar þessum ásökunum á bug og segist ætla í mál við bæði leikmanninn sem og umboðsmann hans. Í yfirlýsingu Brescia segir að félagið hafi skipað lögfræðingum sínum að skoða málið og það muni taka hart á þessum fölsku ásökunum. Þá kemur einnig fram að Brescia hafi ráðið sérfræðing til að skima alla sem tengda eru félaginu og því eigi þessar ásakanir ekki við nein rök að styðjast. Balotelli lenti upp á kant við forsvarsmenn Brescia í síðustu viku þegar hann var ekki með gilt læknisvottorð en allir leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar þurfa að mæta með læknisvottorð á æfingar og í leiki. Birkir ræddi Balotelli í viðtali við The Athletic nýlega þar sem hann fór yfir ferilinn, árangur Íslands og tímann hjá Aston Villa í ensku B-deildinni. „Það vita allir að hann er létt klikkaður en hann er góður gaur, það hefur verið gaman að spila með honum,“ sagði Birkir um Balotelli en svo virðist sem þeir munu ekki spila meira saman í náinni framtíð. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30 Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00 Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Brescia, lið Birkis Bjarnasonar í ítölsku úrvalsdeildinni, ætlar að höfða mál gegn ítalska framherjanum Mario Balotelli og umboðsmanni hans Mino Raiola vegna lyga þess síðarnefnda. Raiola ku hafa logið því að Brescia hafi hreinlega neitað að skima fyrir kórónuveirunni hjá Balotelli. Sagði hann í vikunni að félagið væri að mismuna leikmanninum þar sem allir aðrir leikmenn Brescia hefðu verið skimaðir. Þá birti Balotelli færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði slíkt hið sama og Raiola. Félagið vísar þessum ásökunum á bug og segist ætla í mál við bæði leikmanninn sem og umboðsmann hans. Í yfirlýsingu Brescia segir að félagið hafi skipað lögfræðingum sínum að skoða málið og það muni taka hart á þessum fölsku ásökunum. Þá kemur einnig fram að Brescia hafi ráðið sérfræðing til að skima alla sem tengda eru félaginu og því eigi þessar ásakanir ekki við nein rök að styðjast. Balotelli lenti upp á kant við forsvarsmenn Brescia í síðustu viku þegar hann var ekki með gilt læknisvottorð en allir leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar þurfa að mæta með læknisvottorð á æfingar og í leiki. Birkir ræddi Balotelli í viðtali við The Athletic nýlega þar sem hann fór yfir ferilinn, árangur Íslands og tímann hjá Aston Villa í ensku B-deildinni. „Það vita allir að hann er létt klikkaður en hann er góður gaur, það hefur verið gaman að spila með honum,“ sagði Birkir um Balotelli en svo virðist sem þeir munu ekki spila meira saman í náinni framtíð.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30 Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00 Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30
Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00
Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00