Reyndi að svipta sig lífi í kjölfar sýknudóms yfir stuðningsfulltrúanum Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júní 2020 18:35 Fórnarlamb manns, sem Landsréttur dæmdi í vikunni í fimm ára fangelsi vegna kynferðisbrota gegn þremur börnum, segist varla trúa því að réttlætinu séð náð. Sýkna mannsins í Héraðsdómi hafi haft þau áhrif á hann að hann reyndi að binda enda á líf sitt. Hann vinnur nú úr áföllunum og langar að hjálpa öðrum brotaþolum. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur þegar hann var handtekinn í upphafi árs 2018, mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur honum og vann áfram með börnum á því tímabili. Allt bárust níu kærur vegna meintra brota mannsins gegn börnum. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði verið tilkynnt um grunsemdir um kynferðisbrot hans árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök og tilkynnti það ekki til barnaverndar. Þá viðurkenndi lögregla mistök í málinu þegar ekki var brugðist við þegar fyrsta kæran á hendur manninum barst. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn fimm börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði hann í júlí 2018 en í vikunni sakfelldi Landsréttur hann fyrir þrjú brot af fimm. Meðal annars fyrir brot gegn ungum manni sem kærði hann haustið 2017 er hann var tvítugur. Ungi maðurinn kærði hann fyrir ítrekuð gróf kynferðisbrot frá 8 til 14 ára aldurs. Sum áttu sér stað eftir að tilkynning barst borginni og segist ungi maðurinn mjög dapur yfir því að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta af brotunum. „Ég var mjög dapur, ég var mjög reiður, ég er enn þá reiður, það er bara þessi ótakmarkaða reiði sem ég finn fyrir.“ Foreldrar unga mannsins fengu manninn til að taka strákinn til sín um helgar til að hjálpa við nám og fleira, enda starfaði hann sem stuðningsfulltrúi. Brotin áttu sér flest stað á heimili mannsins sem jafnframt var stuðningsheimili fyrir börn rekið af Reykjavíkurborg. Ofbeldið ítrekað og gróft Ungi maðurinn segir mikilvægt að brugðist sé við um leið og minnsti grunur vaknar um kynferðisbrot gegn barni. Hann rifjar upp miklar þjáningar á tímabilinu. „Mér leið svo illa að ég fór oftast inn á baðherbergi og grét“ Ofbeldið var ítrekað og gróft og er hann enn að vinna úr því. „ Ég veit ekki hversu marga sálfræðinga eða geðlækna ég hef hitt. Ég er búinn að fara í endurhæfingu og í hvítabandið.“ Hann segir það hafa verið mikið áfall þegar maðurinn var sýknaður í héraði. „Stuttu eftir þessa niðurstöðu þá var ég búin að ákveða mig að lífið væri búið. Hann fær bara að komast upp við þetta. Kerfið ætlar ekki að gera neitt í þessu og mér leið bara eins og enginn trúi því sem ég væri að segja þannig ég ákvað bara að reyna að enda líf mitt.“ Vinnur að höfðun skaðabótamáls Eftir dóm Landsréttar sé réttlætinu loks náð. „Mér leið vel en á sama tíma var þetta draumkennt, erfitt að trúa þessu.“ Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður unga mannsins, segir í samtali við fréttastofu að farin sé af stað vinna við að höfða skaðabótamál á hendur gerandanum og borginni. „Ég er bara reyni að byggja mig upp á góðan máta. ég er að vinna í stefnu með tveimur þingmönnum til að reyna hjálpa öðrum brotaþolum og koma með tillögur til barnaverndar Reykjavíkur hvernig þeir geta breytt starfseminni sinni eða hvernig þeir nálgast svona mál,“ segir ungi maðurinn. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fórnarlamb manns, sem Landsréttur dæmdi í vikunni í fimm ára fangelsi vegna kynferðisbrota gegn þremur börnum, segist varla trúa því að réttlætinu séð náð. Sýkna mannsins í Héraðsdómi hafi haft þau áhrif á hann að hann reyndi að binda enda á líf sitt. Hann vinnur nú úr áföllunum og langar að hjálpa öðrum brotaþolum. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur þegar hann var handtekinn í upphafi árs 2018, mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur honum og vann áfram með börnum á því tímabili. Allt bárust níu kærur vegna meintra brota mannsins gegn börnum. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði verið tilkynnt um grunsemdir um kynferðisbrot hans árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök og tilkynnti það ekki til barnaverndar. Þá viðurkenndi lögregla mistök í málinu þegar ekki var brugðist við þegar fyrsta kæran á hendur manninum barst. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn fimm börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði hann í júlí 2018 en í vikunni sakfelldi Landsréttur hann fyrir þrjú brot af fimm. Meðal annars fyrir brot gegn ungum manni sem kærði hann haustið 2017 er hann var tvítugur. Ungi maðurinn kærði hann fyrir ítrekuð gróf kynferðisbrot frá 8 til 14 ára aldurs. Sum áttu sér stað eftir að tilkynning barst borginni og segist ungi maðurinn mjög dapur yfir því að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta af brotunum. „Ég var mjög dapur, ég var mjög reiður, ég er enn þá reiður, það er bara þessi ótakmarkaða reiði sem ég finn fyrir.“ Foreldrar unga mannsins fengu manninn til að taka strákinn til sín um helgar til að hjálpa við nám og fleira, enda starfaði hann sem stuðningsfulltrúi. Brotin áttu sér flest stað á heimili mannsins sem jafnframt var stuðningsheimili fyrir börn rekið af Reykjavíkurborg. Ofbeldið ítrekað og gróft Ungi maðurinn segir mikilvægt að brugðist sé við um leið og minnsti grunur vaknar um kynferðisbrot gegn barni. Hann rifjar upp miklar þjáningar á tímabilinu. „Mér leið svo illa að ég fór oftast inn á baðherbergi og grét“ Ofbeldið var ítrekað og gróft og er hann enn að vinna úr því. „ Ég veit ekki hversu marga sálfræðinga eða geðlækna ég hef hitt. Ég er búinn að fara í endurhæfingu og í hvítabandið.“ Hann segir það hafa verið mikið áfall þegar maðurinn var sýknaður í héraði. „Stuttu eftir þessa niðurstöðu þá var ég búin að ákveða mig að lífið væri búið. Hann fær bara að komast upp við þetta. Kerfið ætlar ekki að gera neitt í þessu og mér leið bara eins og enginn trúi því sem ég væri að segja þannig ég ákvað bara að reyna að enda líf mitt.“ Vinnur að höfðun skaðabótamáls Eftir dóm Landsréttar sé réttlætinu loks náð. „Mér leið vel en á sama tíma var þetta draumkennt, erfitt að trúa þessu.“ Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður unga mannsins, segir í samtali við fréttastofu að farin sé af stað vinna við að höfða skaðabótamál á hendur gerandanum og borginni. „Ég er bara reyni að byggja mig upp á góðan máta. ég er að vinna í stefnu með tveimur þingmönnum til að reyna hjálpa öðrum brotaþolum og koma með tillögur til barnaverndar Reykjavíkur hvernig þeir geta breytt starfseminni sinni eða hvernig þeir nálgast svona mál,“ segir ungi maðurinn. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira