Lögregla og mótmælendur tókust á í London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 19:00 Mótmælandi sem mótmælti mótmælum Black Lives Matter hreyfingarinnar er hér í átökum við lögreglu. Jonathan Brady/AP Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í bresku höfuðborginni London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðborginni, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum. Upp á síðkastið hefur borið á því að styttur af umdeildum mönnum hafi verið felldar og skemmdar. Sem dæmi má nefna að mótmælendur í Bristol í Englandi tóku styttu af þrælasalanum Edward Colston og hentu í höfn borgarinnar. Í myndbandi sem breska ríkisútvarpið BBC birtir af mótmælunum sést þar sem mótmælendur veitast ítrekað að lögreglu og kasta flöskum í átt að lögreglumönnum. Segja öfgahópa hafa komið til London sérstaklega til að mótmæla Samkvæmt BBC hafa ýmsir hópar flykkst víða að til London, í þeim meinta tilgangi að vernda þær styttur sem þar er að finna, og koma í veg fyrir að þær verði teknar niður. Þar á meðal eru hópar á hægri jaðar stjórnmálanna. Greint er frá því að hundruð mótmælenda, aðallega hvítir karlmenn, hafi safnast saman í kringum Cenotaph-minnismerkið um síðari heimsstyrjöldina og styttu af Winston Churchill á Parliament-torgi. Þá eru margir mótmælendanna sagðir hafa lyft upp höndum sínum og kyrjað „England,“ líkt og þeir væru staddir á íþróttakappleik. Reyndu að mæta and-rasískum mótmælendum Lögregla reyndi eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að umræddir mótmælendur kæmust í Hyde-garðinn í London, en þar fóru fram friðsamleg mótmæli gegn kynþáttafordómum. Black Lives Matter-hreyfingin hafði fyrir fram brýnt fyrir fólki að mótmæla ekki nú um helgina, þar sem hætta væri á að til átaka við öfgahægrihópa kæmi. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur fordæmt ofbeldið sem átti sér stað í dag og lýst því sem „óásættanlegri glæpamennsku.“ „Allir sem beita ofbeldi eða fremja skemmdarverk mega eiga von á því að lögin taki á þeim af fullum þunga. Ofbeldi í garð lögreglumannanna okkar verður ekki liðið,“ skrifaði hún og bætti við tilmælum um að fólk héldi sig heima til þess að draga úr áhættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Throughly unacceptable thuggery.Any perpetrators of violence or vandalism should expect to face the full force of the law. Violence towards our police officers will not be tolerated.Coronavirus remains a threat to us all. Go home to stop the spread of this virus & save lives. https://t.co/HsOx9cgrqD— Priti Patel (@pritipatel) June 13, 2020 Bretland Black Lives Matter England Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í bresku höfuðborginni London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðborginni, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum. Upp á síðkastið hefur borið á því að styttur af umdeildum mönnum hafi verið felldar og skemmdar. Sem dæmi má nefna að mótmælendur í Bristol í Englandi tóku styttu af þrælasalanum Edward Colston og hentu í höfn borgarinnar. Í myndbandi sem breska ríkisútvarpið BBC birtir af mótmælunum sést þar sem mótmælendur veitast ítrekað að lögreglu og kasta flöskum í átt að lögreglumönnum. Segja öfgahópa hafa komið til London sérstaklega til að mótmæla Samkvæmt BBC hafa ýmsir hópar flykkst víða að til London, í þeim meinta tilgangi að vernda þær styttur sem þar er að finna, og koma í veg fyrir að þær verði teknar niður. Þar á meðal eru hópar á hægri jaðar stjórnmálanna. Greint er frá því að hundruð mótmælenda, aðallega hvítir karlmenn, hafi safnast saman í kringum Cenotaph-minnismerkið um síðari heimsstyrjöldina og styttu af Winston Churchill á Parliament-torgi. Þá eru margir mótmælendanna sagðir hafa lyft upp höndum sínum og kyrjað „England,“ líkt og þeir væru staddir á íþróttakappleik. Reyndu að mæta and-rasískum mótmælendum Lögregla reyndi eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að umræddir mótmælendur kæmust í Hyde-garðinn í London, en þar fóru fram friðsamleg mótmæli gegn kynþáttafordómum. Black Lives Matter-hreyfingin hafði fyrir fram brýnt fyrir fólki að mótmæla ekki nú um helgina, þar sem hætta væri á að til átaka við öfgahægrihópa kæmi. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur fordæmt ofbeldið sem átti sér stað í dag og lýst því sem „óásættanlegri glæpamennsku.“ „Allir sem beita ofbeldi eða fremja skemmdarverk mega eiga von á því að lögin taki á þeim af fullum þunga. Ofbeldi í garð lögreglumannanna okkar verður ekki liðið,“ skrifaði hún og bætti við tilmælum um að fólk héldi sig heima til þess að draga úr áhættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Throughly unacceptable thuggery.Any perpetrators of violence or vandalism should expect to face the full force of the law. Violence towards our police officers will not be tolerated.Coronavirus remains a threat to us all. Go home to stop the spread of this virus & save lives. https://t.co/HsOx9cgrqD— Priti Patel (@pritipatel) June 13, 2020
Bretland Black Lives Matter England Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira