En hver er sannleikurinn? Katrín Oddsdóttir skrifar 14. júní 2020 09:30 Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Stjórnsýsla Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun