KR og Valur mættust í opnunarleik Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær að Hlíðarenda. Íslandsmeisturum KR er spáð 2. sæti í deildinni af flestum íþróttamiðlum landsins á meðan Valsmönnum er spáð toppsætinu. Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri.
Sautjánda tímabilið í röð sem Óskar Örn skorar á í efstu deild. Einstakur.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) June 13, 2020
Kom það engum á óvart að leikurinn hafi einkennst af mikilli hörku en sigurmark KR kom þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Var það einkar glæsilegt en eftir frábæra sókn gestanna átti Kennie Chopart, danski hægri bakvörður KR-liðsins, frábæra fyrirgjöf - eftir magnaðan undirbúning Pablo Punyed og Atla Sigurjónssonar - á fjærstöngina þar sem Óskra Örn kom og stangaði knöttinn af alefli í netið.
Reyndist það eina mark leiksins og má sjá það í spilaranum hér að neðan.